fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Beggi Ólafs breytti mataræðinu eftir að hafa hlustað á sérfræðing um langlífi

Fókus
Mánudaginn 2. október 2023 17:59

Beggi Ólafs. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu og næringu.

Hann hefur prófað ýmis konar mataræði, hann var grænkeri í nokkur ár og talaði fyrir plöntumiðuðum lífsstíl, hann skipti síðan um lið og varð kjötæta (e. carnivore) og snerti varla kolvetni.

Áhrifavaldinum er annt um heilsuna og ákvað að breyta matarvenjum sínum eftir að hafa hlustað á Dr. Peter Attia, sérfræðing í langlífi.

Beggi birti myndband á Instagram þar sem hann fór yfir hvað hann borðar á venjulegum degi sem „hybrid íþróttamaður, doktorsnemi og frumkvöðull.“

Hann segir að síðastliðin ár hafi hann fastað til hádegis og borðað aðeins tvær máltíðir á dag, en eftir að hafa heyrt Peter Attia segja að líkaminn geti aðeins innbyrt 50 grömm af próteini í einu, hafi hann ákveðið að breyta því í fjórar máltíðir á dag.

Það sem hann borðar

Það sem hann einblínir á í dag er að borða mikið af próteini og fitu. Hann byrjar daginn á próteinsjeik með kreatíni.

Hann fær sér síðan egg, kotasælu og avókadó í hádegismat.

Í eftirrétt fékk hann sér gríska jógúrt með ketó granóla.

Um fjögurleytið fékk hann sér tvö egg og próteinsjeik í millimál.

Í kvöldmat fékk hann sér steik, avókadó og egg.

Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“