fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Eva Guðrún fór í augnháralengingu og flaug til Tenerife næsta dag – „Ég kíkti í spegil og fékk vægt taugaáfall“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 19. október 2023 18:59

Eva Guðrún fór í augnháralengingu í byrjun vikunnar, daginn áður en hún flaug út til Tenerife.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eva Guðrún Kristjánsdóttir, sem heldur úti hlaðvarpinu Grænkerið, fór í augnháralengingu í byrjun vikunnar, daginn áður en hún flaug til Tenerife að heimsækja móður sína. Hún hafði farið áður í slíka snyrtimeðferð og óraði ekki fyrir því sem myndi gerast.

Eva fékk svakaleg ofnæmisviðbrögð, stokkbólgnaði og endaði með að þurfa að fá þrjá sterapoka í æð á sjúkrahúsi á sólareyjunni.

Hér var Eva ennþá með augnhárin.

„Ég ákvað að vera smá skvísa á meðan ég myndi heimsækja mömmu, sem býr á Tenerife, og fara í augnháralengingu,“ segir hún í samtali við DV.

Hún fann ekki fyrir neinu samdægurs og flaug út næsta morgun. „Fyrsta sem mamma sagði við mig þegar hún sá mig var: „Hvað er í gangi með augun þín?““ Ég var þá orðin mjög bólgin og rauð og leit út fyrir að hafa grátið mikið. Ég tók augnhárin af, þreif augun og lagaðist helling. Bólgan á leið niður og allt í blóma,“ segir hún.

„Kíkti í spegil og fékk vægt taugaáfall“

Eva fór bjartsýn að sofa. „Ég vaknaði um nóttina með þvílíkan þrýsting í augunum og gat varla opnað þau og sá mjög óskýrt. Ég fór fram og kíkti í spegil og fékk vægt taugaáfall,“ segir hún.

Eva fékk áfall þegar hún leit í spegil.

Eva tók ofnæmislyf, þreif aftur augun og sofnaði með poka af klökum yfir augunum.

„Ég var ennþá verri næsta morgun. Mjög rauð og erfitt að halda augunum opnum.“ Á þessum tímapunkti ákvað hún að leita til læknis.

„Mamma býr úti og það er heilsugæsla í húsinu hennar. Við fórum þangað en okkur var strax sagt að fara á bráðamóttöku, sem við gerðum. Ég þurfti að bíða ótrúlega stutt, var eiginlega strax tekin inn. Ég var send í blóðprufu og fékk svo þrjá poka af sterkum sterakúr í æð.“

Heilbrigðisstarfsfólk á sjúkrahúsinu vildi að Eva myndi leggjast inn yfir nótt en eftir að hafa talað við lækninn fékk Eva að fara heim til móður sinnar með uppáskrifuð lyf, en móðir hennar er hjúkrunarfræðingur og Eva því í mjög góðum höndum.

Ástandið hefur batnað talsvert.

„Mjög litlar líkur að svona gerist“

Eva hefur farið einu sinni áður í augnháralengingu og allt gengið vel. „Þetta var eitthvað annað lím sem var notað núna, en það er talið að þetta hafi verið ofnæmisviðbrögð við líminu. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður hjá þeirri sem setti augnhárin á mig og ekkert við hana að sakast. Það eru mjög litlar líkur að svona gerist, en þetta gerðist fyrir mig,“ segir Eva sem heldur í jákvæðnina.

„Ég er líka þakklát fyrir að vera hérna, ég get ekki ímyndað mér ef ég hefði verið að fljúga eitthvert lengst í burtu.“

Eva heldur úti hlaðvarpinu Grænkerið. Hægt er að hlusta á þættina hér en nýlegur þáttur þar sem læknirinn Rósa Líf Darradóttir var gestur vakti mikla athygli fyrr í október.

Sjá einnig: Íslenskur læknir vill veganvæða heilbrigðiskerfið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn