Hann viðurkenndi í viðtali við The Guardian að hann sjái ekki um „erfiðu verkin“ þegar kemur að uppeldi dóttur hans, Gia Virginu. Hún er fimm mánaða.
„Þetta verður ekki auðveldara,“ sagði hann aðspurður hvernig er að vera sjö barna faðir.
„Svona er þetta bara. Þetta er í lagi. Ég meina, ég sé ekki um erfiðu verkin. Ég er þarna og styð kærustu mína. En hún sér um vinnuna og við erum með aðstoð, sem er svo mikilvæg,“ sagði hann.
Leikarinn, 80 ára, er í sambandi með bardagalistamanninum og tai chi kennaranum Tiffany Chen, 45 ára. Þau hafa verið saman síðan 2021 en haldið sambandi sínu að mestu úr sviðsljósinu.
De Niro á sjö börn með fjórum konum. Hann á tvö börn með leikkonunni Diahnne Abott, tvö með leikkonunni Toukie Smith og tvö með leikkonunni Grace Hightower og svo það yngsta eignaðist hann í apríl með Tiffany Chen.
Sjá einnig: Innlit í ástarlíf Robert De Niro – Sjö börn með fjórum konum
Blaðamaður Guardian spurði leikarann hvort hann hafi gaman af föðurhlutverkinu.
„Auðvitað geri ég það. Ég hef gaman af þessu öllu saman. Með ungabarn er það öðruvísi en með ellefu ára krakkann minn, fullorðnu börnin mín og barnabörn. Þetta er allt ólíkt,“ sagði hann.
„Ég tala ekki við uppkomnu börnin eins og ég tala við ungabarnið mitt, eða tala við ellefu ára dóttur mína, sem er samt frekar klár.“