„Ég held að þú hefur ekki hugsað um dauðann á þennan hátt. Myndi eitthvað skipta máli ef við myndum ekki deyja? Dauði bætir líf mitt á marga vegu. Það skapar tilfinningu að tíminn sé naumur. Lífið er stutt, áfram með ykkur,“ segir hann í myndbandi á samfélagsmiðlum.
„Dauðinn hjálpar mér að kunna að meta hvert augnablik betur. Ég reyni að minna mig á að allt sem ég geri, er ég að gera í síðasta skipti. Og það eykur þakklæti mitt gagnvart núverandi augnabliki.“
Hann segir að dauðinn hjálpi honum „að taka áhættu“ og að taka ákvarðanir, sérstaklega erfiðar ákvarðanir.
„Því í lok dagsins skiptir þetta ekki máli. Gerðu bara hlutina sem þú vilt gera og ekki hugsa um allt það neikvæða sem getur gerst, því þú munt deyja hvort sem er. Þetta hjálpar mér að hafa ekki áhyggjur af framtíðinni.
Í stað þess að vera hræddur við dauðann, notaðu dauðann til að bæta líf þitt.“
Horfðu á myndbandið hans hér að neðan og hann útskýrir nánar hvernig dauðinn hefur bætt líf hans í færslunni.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Beggi Ólafs breytti mataræðinu eftir að hafa hlustað á sérfræðing um langlífi