fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Áslaug um hvernig hún byrjaði í vændi í Bandaríkjunum – „Eitt leiðir af öðru og ég fer að vinna fyrir hann“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. október 2023 08:43

Áslaug Júlíusdóttir. Samsett mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Júlíusdóttir var í námi í Bandaríkjunum með barn á framfæri þegar hún leiddist út í vændi. Hún segist vera heppin að hafa sloppið út lifandi úr þessum hættulega heimi.

Áslaug segir sögu sína í hlaðvarpinu Sterk saman.

Hún eignaðist son sinn þegar hún var átján ára gömul. Fyrir fimm árum flutti hún til Bandaríkjanna til að stunda nám. Hún komst fljótlega að því að námslánin myndu ekki duga til að sjá fyrir henni og syni hennar en gat ekki unnið þar sem hún var ekki með atvinnuleyfi.

„Í þessum hugleiðingum, fram og til baka, er ég að fara aftur til Íslands? Hvernig bjargast þetta? Þá var ég í einhverju sundlaugapartý á sunnudegi, ég segi partý en þetta var að degi til, sundlaug, tónlist, fólk. Ekki djamm partý, bara sundlaugaskemmtun.

Þar var maður sem gaf sig á tal við mig og svo leiddi eitt af öðru. Við vorum að tala saman og hann talaði rosa mikið undir rós og ég þekki alveg þegar það er talað undir rós. Og ég þekki alveg þegar ég þarf að lesa á milli línanna og ég gerði það svolítið. Svo fór hann að mæta með blóm og við fórum að ræða saman. Og ég held hann hafi spottað það, því ég er ekki opin týpa en ég var kannski ekki nógu varasöm um mig þarna úti. Bandaríkin eru ekki eins og Ísland, þú getur ekki sagt hvað sem er og hvar sem er […] Ég sagði honum að ég væri frá Íslandi, væri einstæð móðir í námi. Ég held hann hafi lesið mig og náð mér strax.

Svo talaði ég við hann í síma og sagði að ég nennti ekki lengur að tala undir rós, hann var alltaf að gefa eitthvað í skyn, hvort ég þyrfti ekki peninga. Hann þekkti kerfið úti og vissi að ég mætti ekki vinna löglega. Þá spurði ég hvort við gætum ekki rætt þetta opinskátt, hvað hann væri að tala um. Ég vissi ekki fyrst að hann væri að tala um vændi. Ég hélt kannski fíkniefnabrask eða um dansara.“

Áslaug Júlíusdóttir. Mynd/Sterk saman

„Hann átti mig bara eftir það“

Tinna, þáttastjórnandi Sterk saman, spyr hver viðbrögð Áslaugar voru þegar hún komst að sannleikanum.

„Ég hugsaði að ég er alveg með þetta, ég er ljónhörð, ég er frá Íslandi. Ég var í hávegum höfð þarna úti. Konur þarna úti eru öðruvísi en íslenskar konur, við erum beinskeyttari, aðeins harðari, sjálfstæðari, og ég hélt ég væri alveg með þetta.“

Áslaug segir að hún hafi haldið að þetta yrði ekkert mál, að hún yrði að þessu í stuttan tíma á meðan hún myndi safna pening og fara svo til Íslands um sumarið að vinna. „En svo er þetta ekki þannig,“ segir hún.

„Um leið og þegar þú ert búin að segja já og ferð út í fyrsta skipti… Hann átti mig bara eftir það.“

Áslaugu tókst að komast lifandi út úr þessum skelfilega heimi og er nú búsett á Íslandi. Hún er gift og á tvö börn og vinnur í skaðaminnkun.

Hlustaðu á þáttinn með Áslaugu í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn