fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Arndís greindist tvisvar með brjóstakrabbamein – „Svo lærir maður á nýja lífið“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. október 2023 11:39

Arndís Thorarensen Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fimm árum seinna greindist ég aftur með sama mein á sama stað,“ segir Arndís Thorarensen sem hefur tvisvar greinst með brjóstakrabbamein, í fyrra skiptið var hún 39 ára og segist hún hafa upplifað sig í kjölfarið sem öðruvísi þjóðfélagsþegn sem væri minna virði. 

Hún var rétt byrjuð að jafna sig og fannst lífið vera komið á góðan stað þegar hún varð fyrir því áfalli að greinast aftur. Eftir seinni greininguna þurfti Arndís á fleiri meðferðum að halda, en í dag tveimur árum seinna upplifir hún að hún sé að endurheimta fyrri orku aftur. 

„Þetta er dálítið nýtt líf, það snýst allt svolítið svona við og svo lærir maður á nýja lífið.“

Arndís vill ráðleggja þeim sem eru að greinast eða byrja í svona ferli að viðurkenna fyrir sjálfum sér að þetta er erfitt og þiggja hjálp, því það sé mikið af góðri hjálp í boði.

„Þó að maður ætli að vera jákvæður og bjartsýnn og sterkur þá er þetta sorgarferli sem maður þarf að fara í gegnum. En það mun lagast og sérstaklega ef maður fær góða hjálp.“

Arndís segir Bleiku slaufuna vera tækifæri fyrir alla að leggjast á eitt að gefa til baka, ekki síst til krabbameinsrannsókna til að auka líkur á lækningu. Hún undirstrikar einnig mikilvægi þess hvað það getur haft góð áhrif á erfiðu dögunum að fá kveðju eða skilaboð um að einhver sé að hugsa til manns og segir það geta skipt mjög miklu máli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“