fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Þetta er mín 18 mánaða postpartum mynd“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. október 2023 08:30

Erna Kristín Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og talsmaður jákvæðrar líkamsímyndar, birti færslu á Instagram sem er fyrir allar mæðurnar, „sem eru að gera allt sem þær geta til þess að samþykkja breytinguna á líkamanum eftir það stóra kraftaverk sem það er að bera börn.“

Erna Kristín er sjálf móðir þriggja drengja, og á hún einnig stjúpdóttur. Yngri synirnir tveir eru tvíburar, fæddir í lok apríl 2022.

„Þessi póstur er fyrir allar þær sem bíða og brjóta sig niður eftir hvern mánuð sem líður og ekkert breytist…“Hvað er ég að gera rangt?“ „Af hverju er ég ekki orðin eins og ég var?“ – Þú ert ekki að gera neitt rangt. Líkami hvers og eins er einstakur og því óraunhæft að bera sig saman við ferli annarra eða fyrir og eftir myndir annarra mæðra tengt postpartum. Þér þarf ekki að líða illa yfir breytingu á líkama annara…mundu að þú og þín vegferð, hver svo sem sem hún er, er persónuleg og einstök !“ segir Erna Kristín.

„Það er í lagi að líkami þinn ber sögu um barnsburð. Það er fallegt og eðlilegt. Það er í lagi að líkaminn hefur mögulega tekið á sig breytta mynd, varanlega mynd á þann hátt að allar breytingar eftir þessa eru í takt við þann líkama sem hefur borið barn.“

Mynd: Instagram

Þakklát fyrir eigin líkama

Erna Kristín segir hennar líkama hafa gengið í gegnum margt. „Ég þakka fyrir að hann stendur, sterkur og heill eftir þetta allt. Það er ekki sjálfgefið eftir áföll, erfiða tvíburameðgöngu, keisara og fleira að standa upprétt og sterkari en ég hef nokkurn tímann verið, þrátt fyrir kviðslit og gliðna magavöðva. Hann er sterkur því ég næri hann og elska. Það skiptir líka öllu máli.“

Erna Kristín segist ekki vera komin í sama form og hún var í fyrir meðgöngu tvíbura og þurfi hún því reglulega þurfa að stilla hugsanir sínar af. 

„…þegar ég sé „árangurs eða fyrir og eftir myndir tengt kg missi“ og  minna mig á að þetta er ekki mín vegferð, né minn líkami og því ekki eitthvað sem ég ætla að bera mig saman við,“ segir Erna Kristín.

„Ég mæli hamingjuna mína í augunum á börnunum mínum, svefni, þoli, styrk og ævintýrum með fjölskyldunni……hvað varðar magann á mér eftir  tvær meðgöngur með þrjú börn…..svona er hann í dag og þetta er mín 18 mánaða postpartum mynd og ólíkt mörgum þeirra þá sýnir hún enga fyrir mynd eða eftir mynd. Aðeins mynd af hamingjusamari mömmu með kraftaverkin sín tvö.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram