fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Stórleikarinn berst við ólæknandi krabbamein – Dauðinn pirrandi tilhugsun en óttast hann ekki

Fókus
Mánudaginn 16. október 2023 17:00

Sam Neil Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Sam Neil, sem gerði meðal annars garðinn frægan í stórmyndinni Jurassic Park, glímir við sjaldgæft blóðkrabbamein sem er ólæknandi. Leikarinn, sem er 76 ára gamall, greinir frá því í viðtali við ástralska miðilinn Australian Story að lyfjameðferð hafi ekki borið árangur. Hann var settur á bælandi lyf í kjölfarið en fljótlega muni þau hætta að virka.

„Ég er undirbúinn undir það,“ segir stórleikarinn og segir dauðann vera pirrandi tilhugsun en eitthvað sem hann óttist þó alls ekki. Hann vilji alls ekki að fólk sé of upptekið af veikindum hans. „Ég hef svo lítinn áhuga á krabbameinu sjálfur. Ég hef bara áhuga á að lifa.“

Neil, sem er frá Nýja Sjálandi, segir að krabbameinsmeðferðirnar hafi tekið verulega á. „Mér leið eins og ég væri búinn með tíu lotur gegn hnefaleikakappa,“ sagði leikarinn sem heldur ótrauður áfram að leika þrátt fyrir veikindin. Hann segir að vinnan veiti sér einfaldlega svo mikla gleði að það að setjast í helgan stein komi ekki til greina.

„Ég get ekki lýst þeim forréttindum sem það er eyða tíma með öllum þessum leikurum, sem ég kann afar vel og ber svo mikla virðingu fyrir,“ segir Neil.

Hann vinnur nú að bók um ferilinn sem ber vinnuheitið „Did I ever tell you this?“ þar sem hann rifjar upp persónulegar sögur frá ferlinum. Segir hann að tilgangur bókarinnar sé að skilja eftir hluta af sjálfum sér fyrir börn sín og barnabörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“