fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Reyndi að harka af sér hversdagsleg veikindi sem flestar konur glíma við en endaði á gjörgæslu

Fókus
Laugardaginn 14. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hárgreiðslukonan Maisie Lewiss lenti í ógnvekjandi lífsreynslu eftir að hafa, líkt og margar konur, fengið blöðrubólgu. Blöðrubólga er ótrúlega algeng sýking sem allt að 70 prósent kvenna mun glíma við minnst einu sinni á lífsleiðinni. Oft gengur sýkingin yfir á skömmum tíma, en þó er mikilvægt að leita til læknis. Þetta lærði Maisie rækilega.

Hún fékk blöðrubólgu en þar sem henni var ekki það illt ákvað hún að fara ekki til læknis. Viku síðar var henni ekið með hraði á gjörgæslu eftir að hún fékk alvarlega blóðeitrun, eða sýklasótt. Læknar tilkynntu henni í kjölfarið að þó að blöðrubólga sé algeng þá geti hún leitt til alvarlegra sýklasóttar eða nýrnabilunar þegar fólk leitar sér ekki aðstoðar.

„Ég hafði ekki hugmynd hversu hættuleg blöðrubólga getur verið,“ sagði Maisie. „Alveg sama þótt þetta sé ekkert það slæmt, gerið þið það þó samt að fara til læknis.“

Eins skiptir máli að fara fyrr fremur en síðar, því um leið og sýkingin fer að dreifa sér í blóð eða nýru getur meðfylgjandi sársauki verið gífurlegur. Eins getur það valdið varanlegum skaða á nýrum og ef fólk fær sýklasótt eins og Maisie þá er líf þeirra í bráðri hætti.

Til að fyrirbyggja blöðrubólgu er mælt með því að drekka nóg af vökva, sérstaklega vatni. Eins er mikilvægt að skeina sér á klósettinu frá kynfærum að rassi, en ekki öfugt. Fyrir þau með píkur er gott að pissa eftir samfarir og drekka fullt glas af vatni. Ekki ætti að nota ertandi hreinsiklúta eða sápur á kynfæri og píkur sem glíma reglulega við blöðrubólgu gætu kannað hvort smokkar eða hettur séu þarna að vinna gegn þeim.

Blöðrubólga getur verið einkennalaus, en þegar einkenni koma fram þá eru þau meðal annars:

    • að finnast maður stöðugt þurfa að pissa.
    • brunatilfinning við þvaglát
    • tíð þvaglát með litlu magni
    • gruggótt þvag
    • þvag sem virðist rautt, ljós bleikt eða kóklitað, en þessir litir benda til þess að blóð sé í þvagi.
    • sterk pissulykt
    • verkir í mjaðmagrind, engum í miðri grindinni og í kringum lífbein.

 

@maisielewiss The reality of what a UTI can lead to. I was contemplating posting this but if this can even help one person to be aware then ill feel relieved because I genuinely had no idea how dangerous a UTI can be. I hope this can help someone never leave it untreated gals ❤️ #sepsis #uti #kidneyinfection #hospital #girlssupportgirls💞 #raisingawareness ♬ original sound – hardy.rt 🌄

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone