„Þetta er miklu erfiðara en það lítur út fyrir,“ segir hin breska Clare Sacco. Sacco, sem er 29 ára gömul og búsett í Newcastle á Englandi, greindist með ólæknandi brjóstakrabbamein á 4. stigi í mars síðastliðnum.
Sacco ákvað eftir greininguna að búa til lista sem hún kallar lífslista, þar sem hún hefur skrifað hluti sem hana langar að ljúka við þann tíma sem hún á eftir ólifað.
„Algengasta nafnið yfir slíka lista er „bucket list. En listinn minn snýst um að lifa lífinu til fulls, í stað þess að klára hluti áður en ég dey. Svo þess vegna kallaði ég þetta „lifandi lista“ vegna þess að hann snýst um að lifa og lifa lífinu til hins ýtrasta,“ segir Sacco í viðtali við People.
Efst á listanum hennar er brúðkaup í febrúar með unnustanum Alex, en hann hefur Sacco þekkt síðan hún var 11 ára og hafa þau verið par í þrjú og hálft ár. Unnustinn fór á skeljarnar í maí, tveimur mánuðum eftir að Sacco komst að því að krabbameinið væri ólæknandi. „Alex er sáttur með listann minn. Margt af því sem er á listanum er einfalt, aðrir hlutir eru ævintýragjarnari.“
@clarexsacco Diagnosed with incurable cancer in my 20s 🎗️ raising awareness and living life to the fullest 💕 #stage4cancer #stage4needsmore #breastcancer ♬ Emotional – Bang Nono
Á meðal einfaldari atriða eru hlutir eins og að ráða Rubik’s Cube, læra að juggla og fara í stjörnuskoðun. Á meðal ævintýragjarnari hluta eru ferðalög, eins og snorkl við Kóralrifið mikla í Ástralíu, að keyra Route 66 í Bandaríkjunum og heimsókn í galdraheim Harry Potter í Universal Studios í Orlando í Flórida. Sacco er líka búin að senda inn umsóknir í leikjaþáttinn Deal or No Deal.
„Mig langaði að líta á þetta sem röð af hlutum sem myndu gleðja mig og skapa ótrúlegar minningar, í stað þess að merkja við hluti sem mér fannst eins og ég ætti að ná í lífi mínu.“
@clarexsacco Replying to @* Zoe * My personal symptons of secondary breast cancer and how it got diagnosed #stage4cancer #breastcancer #cancerawareness #cancersymptoms ♬ Storytelling – Adriel
Sacco greindist fyrst með brjóstakrabbamein árið 2019 eftir að hún uppgötvaði hnúð í hægra brjóstinu. „Það er mjög líklegt að þessi klumpur hafi verið þarna í nokkuð langan tíma, en af því að ég var svo ung var ég ekki farin að skoða á mér brjóstin sjálf eða búin að fara í skoðanir.“ Að lokinni lyfja- og geislameðferð fékk Sacco þá niðurstöðu að hún væri krabbameinslaus.
Eftir að hún fór að finna fyrir mæði og þreytu fékk hún þá niðurstöðu í mars að krabbameinið væri komið aftur. „Ég var með mörg æxli í lungum og í lifur,“ segir Sacco, sem segir lækna ekki hafa sagt henni hvað hún eigi hugsanlega langt eftir og segist hún heldur ekki hafa beðið um slíkt.
„Mér líður þokkalega Það er engin ástæða fyrir því af hverju ég greindist svona ung,“ segir, hún, enda engin fjölskyldusaga um brjóstakrabbamein og erfðarannsóknir fyrir brjóstakrabbameinsgeninu voru neikvæðar. „Það er möguleiki að ef krabbameinið mitt hefði verið greint fyrr, þá væri það ekki ólæknandi.“
Sacco stofnaði reikning á TikTok þar sem hún segir frá greiningu sinni og meðferð.
„Mig langaði bara að benda fólki á að það þarf að athuga líkama sinn og það er möguleiki á að það fái krabbamein, jafnvel á yngri árum.“
Sacco einbeitir sér þó aðallega að lífslistanum, þar sem brúðkaupið er stærsti viðburðurinn. „Við förum síðan í brúðkaupsferð og ætla þau meðal annars til Karíbahafsins.