fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Bjarki opnaði sig um klámfíknina: „Þetta verður alltaf harðara og ógeðslegra og bara einmanalegur viðbjóður“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 13. október 2023 10:02

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Götustrákurinn Bjarki Viðarsson var gestur í Kastljósi í gær og opnaði sig um klámfíkn sem hann glímdi lengi við.

Bjarki er annar tveggja þáttastjórnanda hlaðvarpsþáttarins Götustrákar á streymisveitunni Brotkast.

Hann horfði fyrst á klám aðeins níu ára gamall og nokkrum árum seinna var þetta orðið að vana hjá honum. Með árunum stigmagnaðist þetta.

„Ég var kominn í daglega neyslu á kókaíni og það kyndir vel undir klámfíkn,“ sagði hann. „Þegar þú byrjar að horfa á klám eru júllur heitar og trúboðastellingin. En svo er þetta alveg eins og með eiturlyf. Þú byrjar að fá þér einn lykil og það er geggjað en svo þarftu að nota meira og meira og meira þangað til þú ert kominn í margra milljóna króna skuld. Þetta verður alltaf harðara og ógeðslegra og bara einmanalegur viðbjóður.“

Vill hjálpa öðrum

Fyrir tveimur til þremur árum áttaði hann sig á því að klámfíkn hans væri vandamál. Honum leið illa og notaði klám, fíkniefni og mat til að fylla eitthvað tómarúm innra með sér.

„Ég var vesalingur og dópisti, ég var veikur einstaklingur. Það var bara staðan,“ sagði hann í þættinum.

Bjarki sagðist ekki skammast sín fyrir þetta heldur hefur hann ákveðið að nota sögu sína og reynslu til að hjálpa öðrum. Aðspurður hvort hann haldi að það séu margir þarna úti sem glími við klámfíkn svaraði hann játandi.

„Já. Ég held að það séu flestir þarna úti með þetta og þora ekki að segja frá því. Ég veit um gaura sem eiga fallegar kærustur, geggjuð sambönd, en bíða samt þar til kærastan fer að sofa svo þeir geti farið að horfa á klám. Þannig það er bara staðan.“

„Ógeðslega hardcore“

Bjarki sagði að klám í dag sé orðið mjög öfgafullt og það vanti úrræði fyrir fólk sem glímir við klámfíkn.

„Ég meina, þetta er bara, við sjáum það eins og í dag, allt sem er á netinu, þetta er orðið svo ógeðslega hardcore. Þetta er ekkert eðlilegt, sko. Það er ekkert eðlilegt við það sem er á netinu í dag eða það sem gaurar eru að horfa á eða stelpur. Þetta er orðið svo brútal. Þetta er svo ómannlegt sem er í gangi. Auðvitað þarf fólk hjálp við þessu.“

Horfðu á þáttinn hér á vef RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 18 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?