Föstudaginn 6. október var söfnunar- og skemmtiþátturinn Gefum byr undir báða vængi, þar sem safnað var fyrir tækjum til endurhæfingar á Grensásdeild.
Símaverið þar sem tekið var á móti framlögum í gegnum síma var í höfuðstöðvum Vodafone á Suðurlandsbraut.
Ein þeirra sem svaraði símtölum var útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir. Óhætt er að segja að Valdís hafi á móti veglegu framlagi í einu símtalinu.
„Elsku Hulda Margrét , ljósmyndadrottning, náði augnablikinu þegar ónefndur ENGILL hringdi inn til að styrkja deildina um MILLJÓN KRÓNUR!
Ég hélt svona sirka yfirvegun minni, en var svona sirka að springa. Bæði vegna þess hve fallegt og gott fólk er og vegna þess að með þessu áheiti rústaði ég Guðjóni í keppninni okkar um það hver safnaði meiri pening. Báðar ástæður góðar,“ segir Valdís himinlifandi.
Alls söfnuðust 147 milljónir í þættinum sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV.
Sjá einnig: 147 milljónir söfnuðust í Söfnunarátaki Grensás