fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sindri með uppistand í skugga meiðyrðamáls – Landsréttur tekur fyrir mál Ingós gegn honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. október 2023 09:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur tekur fyrir áfrýjun Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, Ingós Veðurguðs, í meiðyrðamáli hans gegn Sindra Þór Sigríðarsyni þriðjudaginn 17. október, en Héraðsdómur sýknaði Sindra í fyrra af ásökunum Ingós um meiðyrði. Meðal ummæla Sindra voru þau að Ingó hefði tíðkað að „ríða börnum“ en Sindri neitaði því þar að hann hefði sakað Ingó um lögbrot, en vísaði til stúlkna undir 18 ára aldri.

Dómari í héraði taldi að Sindra hefði verið heimilt að viðhafa þessi ummæli, m.a. á þeim forsendum að þau væru framlag til þjóðfélagsumræðu, en mikið fjölmiðlafár stóð þá yfir vegna ásakana á hendur Ingó um kynferðislega áreitni.

Í samtali við DV tengir Sindri þetta mál við uppistand sem hann kemur fram í á fimmtudagskvöldið næstkomandi, en þó óeiginlegri merkingu. Segist hann hafa sett Ingó á gestalistann sinn. Sindri segir:

„Mér finnst það svo kómískt að árið 2009 bjó Ingólfur til lagið Gestalistinn þar sem hann m.a. gerir grín að Ásgeiri Kolbeins fyrir að vera fyrir ungar stelpur. Hafið í huga að þetta sama ár bjó Steindi Jr. til skets þar sem hann gerir grín að Ingólfi fyrir hið sama. Almannarómur og allt það. Síðastliðin tvö ár hefur Ingólfur síðan staðið í málaferlum við mig vegna þess sem ég sagði, sem er í raun alveg það sama þó kannski orðað aðeins öðruvísi.“

Sindri kemur fram á uppistandsstýningunni Sjónskekkja á KEX Hostel á fimmtudagskvöld. Hann segir að Ingó sé velkominn þangað og hann megi taka með sér gest. „Nú ef þetta er bara spurning um orðalag, hvernig má segja að menn hrífist af ungum stelpum, þá er sjálfsagt að verða við því. Ég hef því ákveðið að setja Ingólf á gestalistann núna á fimmtudaginn og hann má meira að segja taka gest með sér. Núna er Ingólfur, líkt og Ásgeir forðum, formlega kominn á gestalistann.“

Sindri segist hins vegar ekki ætla að gera grín að Ingó eða fjalla um meiðyrðamálið í uppistandinu:

„Nei, alls ekki. Ég hef blessunarlega um margt skemmtilegra að tala en Ingólf Þórarinsson og þetta leiðindamál. Ég hlakka mikið til kvöldsins; ég er að koma fram á uppistandssýningu sem einn af mínum bestu félögum er að halda. Stefán Ingvar er að mínu mati einn af færustu uppistöndurum landsins og sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi á KEX Hostel í haust. Einnig má nefna að allur ágóði sýningarinnar rennur til Samtakanna 78, þar á meðal sýningarlaun mín og Stefáns. Við höfum ekki farið varhluta af bakslaginu í samfélaginu varðandi baráttu hinseginfólks og sem meðlimur í því samfélagi rennur mér blóðið til skyldunnar. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir fólk að ná sér í miða á midix.is, hafa gaman og styðja í leiðinni við gott málefni.“

Búast má við því að dómur Landsréttar í meiðyrðamálinu falli í kringum 10. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“