fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Sagði frá einstöku góðverki stórleikarans – Mögulega stærri greiði en hann ætlaði sér

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 15:00

Brad Pitt

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Brad Pitt keypti sér fasteign í Los Angeles árið 1994 fyrir 1,7 milljón dala. Húsið sem var áður í eigu Cassandra Petersen var í eigu leikarans allt þar til í mars á þessu ári þegar hann seldi eignina fyrir 40 milljón dali.  

Á þeim nærri þremur áratugum sem eignin var í eigu Pitt og hann bjó þar að miklu leyti tók hann eftir því að svæðið var að byggjast upp í miklum mæli. Pitt stækkaði smátt og smátt eign sína í gegnum árin. 

„Ég held að það hafi verið svona 22 hús sem voru samliggjandi við jaðar eignarinnar. Og í hvert skipti sem hús kom á sölu keypti hann það,“ sagði Peterson í viðtali við People fyrr á árinu eftir að Pitt seldi eignina.

Eignin eins og þegar Pitt seldi hana.

Petersen segir að eitt húsanna sem Pitt keypti hafi verið í eigu manns sem kominn var á níræðisaldur. Pitt bauð manninum að búa áfram í húsinu fram að dánardegi hans, leigulaust. 

„Brad var mjög, mjög góður við manninn. Konan hans var látin og John bjó einn í húsinu. Ég veit að Brad leyfði honum að búa þar án þess að borga neitt þar til hann dó.“

Mögulega hefur leikarinn ekki gert ráð fyrir að leigusamningurinn yrði langur, því Peterson bætti við: „Þetta var svolítið fyndið því John varð 105 ára. Ég ímynda mér að Brad hafi hugsað, þú veist, hann getur búið þar þangað til hann deyr, sem gæti gerst hvenær sem er.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone