fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Þess vegna er talið að lögregla hafi beðið í tvö áratugi áður en meintur morðingi Tupac var handtekinn

Fókus
Sunnudaginn 1. október 2023 15:42

Tupac Shakur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt frægasta morð undanfarinna áratuga er nú mögulega upplýst, tæpum 30 árum eftir að það átti sér stað. Rapparinn Tupac Shakur var skotinn til bana í september árið 1996 í bílárás í Las Vegas. Hann var aðeins 25 ára. Rappheimurinn syrgði sárt enda var rapparinn dáður og talið að hann ætti enn eftir að ná hátindinum.

Hann var skotinn fjórum skotum á stuttu færi. Tvö hæfðu hann í brjóstkassa, eitt í handlegg og eitt í lærið. Hann lést af sárum sínum sex dögum síðar. Tupac hafði verið flæktur í undirheima og gengjamenningu og töldu margir að morðið hefði eitthvað með þá tengingu að gera.

Það var svo á föstudaginn sem Duane „Keefe D“ Davis, var handtekinn og ákærður fyrir morðið. Keefe D greindi frá því í heimildarmynd fyrir fimm árum að hann hafi á þessum tíma ekið um á hvítum Cadillac ásamt morðingjanum, sem hafi setið í aftursætinu og skotið á bifreið Tupac.

Keefe D og félagar eru taldir hafa verið hluti af genginu South Side Compton Brips, en Tupac tilheyrði erkifjendum þeirra í genginu Bloods.

Montaði sig af morðinu árum saman

Þar sem með tíð og tíma hafi Keefe D byrjað að tjá sig um daginn örlagaríka telja sérfræðingar sem New York Post ræddi við, að lögregla hafi viljandi haldið að sér höndum til að Keefe sjálfur myndi afhjúpa frekari sannanir fyrir hlut sínum í morðinu.

„Líklega hafi þeir hugsað – Hann er búinn að binda snöruna upp, leyfum honum bara að hengja sig í henni,“ sagði einn sérfræðingurinn, Greg Kading, sem starfaði sem rannsóknarlögreglumaður á árum áður og var hluti af teyminu sem rannsakaði morðið.

„Hann er ekki búinn að segja þetta tvisvar, ekki bara fimm sinnum heldur eru núna komin gífurlegt salat af játningum. Líklega verður erfitt fyrir hann að segja núna að hann hafi bara verið að monta sig af hlutum sem hann gerði ekki.“

Keefe gaf út endurminningar sínar árið 2019, Compton Street Legend, en þar sagðist hann vera eini núlifandi maðurinn sem hafi orðið vitni að morðinu. Hann greindi frá atvikum, hvernigfélagi hans í baksætinu hóf skothríð og Keefe sjálfur hafi þurft að beygja sig til að vera ekki sjálfur í skotlínunni. Sagði Keefe að skotmaðurinn hafi verið frændi hans, en sá lést árið 1998 og hafði alla tíð neitað aðkomu að morðinu.

Lögregla telur nú að Keefe hafi sjálfur fyrirskipað morðið, sjálfur tekið að sér verkstjórn þess og ákveðið útfærsluna. Þrátt fyrir þann tíma sem liðinn er þá er málið ekki fyrnt þar sem samkvæmt hegningarlögum í Nevada fyrnast ekki morðmál.

Tupac hefur ekki fallið í gleymskunnar dá og má nú sjá ungmenni ganga um í bolum merktum rapparanum, en um er að ræða líklega þriðju kynslóðina sem klæðir sig í slíkan fatnað.

Segja margt enn óljóst

Systir Tupac hefur fagnað ákærunni, en tekur fram að hér hafi ekki aðeins einn maður verið á ferðinni. Margar hendur hafi átt hlut í morðinu, og enn sé ýmislegt sem á eftir að leiða í ljós.

„Í dag fögnum við sigri,“ skrifaði Sekyiwa Shakur á Instagram í gær. „Þetta er vendipunktur. Þögn síðustu 27 ára um málið hefur bergmálað hátt í samfélagi okkar. Það er mér mikilvægt að heimurinn, þjóðin, réttarvörslukerfið og fólkið okkar viðurkenndi alvarleika andlátsins, andlát bróður míns, sonar móður minnar, sonar föður míns.“

Sekyiwa segir að fólk eigi þó að bíða með að fella dóm þar til allar staðreyndir hafa verið opinberaðar og öll kurl komin til grafar.

„Það unnu margar hendur þetta voðaverk og það er margt sem varðar líf og andlát bróður míns Tupac og Shakur fjölskyldunnar líka, sem eftir á að koma í ljós. Við viljum raunverulegt réttlæti á öllum víglínum.“

Stjúpbróðir Tupac, Mopreme Shakur, segist hins vegar reiður að það hafi tekið þetta langan tíma að handtaka Keefe. Ekki sé nóg með að Keefe hafi gengið laus allan þennan tíma heldur hafi honum einnig tekist að græða á andláti Tupac, svo sem með að koma fram í heimildarmyndum og notað andlátið til að selja æviminningar sínar.

„Davis hefur allan þennan tíma haldið því fram að hann hafi verið viðstaddur í bílnum þegar frændi hans skaut bróður minn. Þetta þurfti ekki að gerast.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu