fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Stórstjarnan myndarlega kærði næstum spjallþátt fyrir að kalla sig „kyntákn“

Fókus
Sunnudaginn 1. október 2023 18:16

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Richard Gere hefur áratugum saman verið þekktur fyrir glæsilegt útlit og persónutöfra. Sjálfur hefur leikarinn þó ekki kært sig um að teljast vera kyntröll og í raun hótaði hann eitt sinn að sækja breskan spjallþátt til saka fyrir að kalla hann kyntákn.

Þetta rifjaði spjallþáttastjórnandinn Michael Aspel upp í samtali við Mail Online. Aspel er níræður að aldri og vísaði til þess þegar hann fékk stórleikarann í heimsókn þegar hann var á hápunkti ferilsins og hafði nýlega leikið í einu sínu stærsta hlutverki í rómantísku gamanmyndinni Pretty Woman.

„Þegar Richard Gere kom í þáttinn, þá kynnti ég hann til leiks og í lok kynningar sagði ég: Hann hefur gert þetta, hann hefur gert hitt og svo notaði ég hugtakið kyntákn,“ sagði Aspel.

„Eftir viðtalið fengum símtal frá umboðsmanni hans sem sagði að ef þetta orð yrði ekki klippt út úr þættinum ætluðu þeir næst að fela lögmanni leikarans að fylgja málinu eftir.“

Kom á daginn að Richard kærði sig bara ekki neitt um að vera kynþokkafullur.

„Þetta var stórfurðulegt,“ sagði Aspel og hélt áfram: „En hann tók sjálfan sig mjög alvarlega á þessum tíma þar sem hann hafði verið að gera mikið til að aðstoða fólkið í Tíbet.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika