fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Hræddur um að vegleg gjöf kærustunnar sé vísbending um framhjáhald

Fókus
Sunnudaginn 1. október 2023 20:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef áhyggjur að kærasta mín sé að halda framhjá mér því hún kom til baka úr ferðalagi með mjög veglega gjöf fyrir mig.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

Karlmaðurinn, sem er 30 ára, viðurkennir að hann hafi ekki verið mjög spenntur þegar kærastan, 29 ára, sagðist vera á leið til Maldíveyja með vinkonum sínum.

„En hún átti skilið frí eftir erfiða vinnutörn,“ segir hann.

„Ég elska hana, en hún er ekki beint hugulsöm eða gjafmild manneskja. Þannig þegar hún kom heim með nýjasta rakspíran frá Tom Ford, þá vöknuðu grunsemdir hjá mér. Af hverju þessi dýra gjöf núna?“

Það hjálpaði ekki þegar vinur hans kom með sína skoðun. „Hann sagði að konur kaupa eitthvað hana kærustum sínum þegar þær eru með samviskubit. Getur í alvöru verið að hún hafi haldið framhjá mér í fríinu?“

Sambandsráðgjafinn svarar:

„Það getur verið að vera svona í burtu frá þér hafi látið hana kunna að meta þig meira. Dýrar gjafir eru oft merki um þakklæti, frekar en samviskubit. Og ef hún keypti rakspírann í fríhöfninni þá var hann ódýrari en vanalega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika