fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Britney brjáluð út af afskiptum lögreglu af hnífadansinum – „Nú er nóg komið“

Fókus
Sunnudaginn 1. október 2023 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears er komin með nóg eftir að lögregla vitjaði hennar á dögunum eftir að hafa borist ótal símtöl þar sem söngkonan var sögð í ójafnvægi. Málið má rekja til myndbands sem Britney birti á Instagram þar sem hún dansaði haldandi á tveimur stórum eldhúshnífum.

Lögregla gerði það sem kallast „velferðar-athugunum“ eða wellness check eins og það heitir í Bandaríkjunum. Fólst það í því að lögreglumenn bönkuðu upp á til að staðfesta að söngkonan væri ekki í hættu frá sjálfri sér eða öðrum.

„Er þetta aftur orðinn brandari í fjölmiðlum, þessi velferðar-athugun? Látið ekki svona Ameríka. Við erum betri en þetta, er það ekki? Lögreglan kom að heimili mínu og sagðist ekki ætla að fara fyrr en þeir hefðu fengið að tala við mig,“ skrifaði Britney á Instagram í gær.

Hún tók fram að hún eigi von á afsökunarbeiðni en tók þó ekki fram hvort það séu aðstandendur hennar eða lögregla sem ætli að biðja hana fyrirgefningar.

„Ég hef verið lögð í einelti á heimili mínu alltof lengi. Nú er nóg komið. Við skulum ekki ræða málin heldur gera eitthvað í þeim. Nú er mamma mín að neita að tjá sig við blaðamenn þegar þeir spyrja hana um mig, eins og ég hafi gert eitthvað rangt. Neibb þetta er gamalt leikrit. Fólk þarf að taka ábyrgð á gjörðum sínum.“

Hvað afskipti lögreglu varðar segir söngkonan að þau snúist um vald. Þeir haldi því fram að þeir hafi fengið símtal frá aðstandanda sem hafði virkilegar áhyggjur af andlegri heilsu söngkonunnar. Lögregla hafi rætt við öryggislið Britney, en ekki verið hleypt inn á heimilið og að svo búnu snúið til baka.

Britney tók fram að hnífarnir hafi verið leikmunir sem hún hafi leigt í leikmunabúð. Hún hafi hreinlega verið að herma eftir annarri tónlistarkonu, Shakira, og flutningi hennar á MTV-verðlaununum í september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu