fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

5 algeng einkenni ADHD sem fáir vita um

Fókus
Sunnudaginn 1. október 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjakonan Kelly Baum starfar sem ADHD-þjálfi en hún hefur nú opnað sig um fimm algeng einkenni taugaröskunarinnar sem ekki allir vita um. Hún deildi þessu í myndbandi á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.

Kelly bendir á að hegðun eins og að hluta á sama lagið aftur og aftur, reka sig ítrekað á húsgögn og að fresta jafnvel einföldum verkefnum – geti allt verið einkenni um ADHD.

Sjálf var hún greind með röskunina um þrítugt og þótti sláandi að sjá þá lífið og bresti sína í nýju ljósi og nákvæmlega hversu víðtæk áhrif röskunin hafði á líf hennar.

Sama lagið aftur og aftur

Kelly segir að fólk með ADHD eigi til að fá tiltekið lag á heilann og spila það aftur og aftur næstu vikur og mánuði. Fólk haldi í raun áfram þar til að það hafi náð að „soga alla tilfinninguna úr laginu og fá loks leið á því“.

Fresta jafnvel einföldum verkefnum.

Annað algengt einkenni sé frestunarárátta sem gengur svo langt að jafnvel einföldustu verkefnum er slegið á frest.

„Jafnvel þó þú vitir að þetta muni bókstaflega taka þig bara fimm mínútur, þá bara kemurðu þér ekki í það. Sama hvað þú reynir og sama hversu oft aðrir minna þig á að drífa þetta af – þú bara getur það ekki.“

Reka sig á húsgögn

Enn eitt einkennið er klaufaskapur sem birtist í því að vera stöðugt að reka sig á húsgögn, jafnvel á eigin heimili þar sem fólk þekkir sig vel um.

„ADHD og aðrar taugaraskanir geta haft áhrif á stöðu- og hreyfiskyn þitt, það er meðvitund þína um staðsetningu og hreyfingu líkama þíns.“

Kaffi sem svæfir

Hjá fólki með ADHD getur hressandi morgunkaffið haft þveröfug áhrif en því er ætlað. Kaffi getur jafnvel gert ADHD-fólk syfjað.

„Þetta tengist því að það er með lægri gildi af dópamíni í líkamanum. Þegar þú drekkur kaffi þá hækkar það dópamín gildin og svo jafnast þetta út og þú upplifir betri afslöppun, svona eins og þú hafir fengið þér skammt af örvandi-lyfjum.“

Sitja í bílnum

Að lokum benti Kelly á að fólk með ADHD eigi það til að sitja áfram í bílnum eftir að komið er á áfangastað.

„Þetta er sökum þess að það á oft erfitt með að skipta um gír. Svolítið eins og þú þurfir að peppa þig upp í það,“ sagði Kelly.

Fjölmargir lýstu yfir furðu sinni í athugasemdum við myndskeiðið. Jafnvel fólk með greiningu á ADHD náði þarna að setja hegðun í samhengi við röskunina. En myndband Kelly má sjá hér fyrir neðan:

 

@kellybaums Honestly my mind was blown when I found out about these after my late diagnosis 😵‍💫😂 #adhdcheck #neurospicy #adhdinwomen #latedoagnosedadhd #adhdprobs ♬ original sound – Kelly B

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika