fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Vinslit hjá harðjaxlinum og rithöfundinum áttu sér langan aðdraganda – „Ég lít á þetta sem niðurlægingu fyrir Simon Cowell“

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 16:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðjaxlinn Simon Cowell hefur í gegnum síðustu áratugi einkum verið þekktur fyrir að vera dómarinn sem er fúll á móti í hinum ýmsu hæfileikakeppnum á borð við American Idol, X Factor og Britains got talent. Honum má treysta til að leyfa keppendum að heyra það ef honum mislíkaði eitthvað í flutningi þeirra og þykir það nokkuð afrek að veiða úr honum fágætt hrós.

Nú hefur Simon þó vakið athygli ótengt nokkurri hæfileikakeppni. Honum og David Walliams, grínista og rithöfundi, hefur í gegnum árið verið vel til vina. Þeir voru saman dómarar í Britain’s Got Talent og þar hlógu þeir og slógu á létta strengi saman. En nú hefur slest upp á vinskapinn.

Leiðinlega stelpan á barnum

Má rekja deilurnar til þess að á síðasta ári neyddist David til að segja skilið við þættina í skugga hneykslis. Ummælum sem David hafði viðhaft um keppendur, ummæli sem ekki áttu að líta dagsins ljós, var lekið út og má segja að þar hafi rithöfundurinn ekki komið vel út. Kallaði hann aldraðan keppandi kuntu, í þrígang, og viðhafði niðurlægjandi kynferðisleg ummæli um annan keppanda. Ummælin voru: Hún er eins og þessi frekar leiðinlega stelpa sem þú hittir á barnum og heldur að þú viljir ríða henni, en þú gerir það ekki. David var fordæmdur og þurfti að forða sér með skottið á milli lappanna.

Ekki ætlar David að láta þar við liggja og hefur harðlega gagnrýnd framleiðendur þáttanna og ætlar að leita réttar síns. Rithöfundurinn telur persónuverndarlög hafa verið brotin, en umdeildu ummælin hafi verið tekin upp í launsátri á tökustað. Eins hafi hann verið tekinn upp þegar hann fór á klósettið.

Simon mun vera brjálaður yfir þessu útspili grínistans. Segir hann ekkert hæft í því að dómarar séu teknir upp án þeirra vitneskju. Skýrt hafi verið tekið fram fyrir fimm árum síðan að þegar dómarar eru að ræða sín á milli á tökustað þá gæti það verið tekið upp og notað. Slíkt hafi reglulega verið gert og því ætti það ekki að koma David á óvart. Umþrættu ummælin hafi ekki formlega verið sýnd sem hluti af þáttunum, en upptakan var vissulega til og því gat einhver skrifað upp samtalið og lekið því út. Það geti ekki verið þáttastjórnendum að kenna.

Simon hefur nú sent David rafræna fingurinn með því að hætta að fylgja fyrrum félaga sínum á Instagram. Heimildarmenn DailyMail segja að vinslitin hafi verið í uppsiglingu í nokkurn tíma.

„Simon var með David á heilanum þegar hann var fyrst ráðinn, hann bara fékk ekki nóg. Þeir hittust fyrir utan vinnuna og virtust nánir. En þetta fór að súrna frekar hratt og það var ekki gott á milli þeirra undir lokin.“

Afbrýðisemi og breytt forgangsröðun

David gekk til liðs við þættina árið 2012, en á þeim tíma voru hann og Simon báðir lausir og liðugir. Þeir fóru saman út að skemmta sér og vörðu töluverðum tíma saman. Tveimur árum síðar varð Simon þó óvænt faðir og breyttist forgangsröðun hans til muna. Áttu þeir þarna ekki mikið sameiginlegt lengur. Eins taki Simon vinnu sinni alvarlega á meðan David átti það til að ganga aðeins of langt í gríninu. Hann hafi í útsendingum þáttanna reynt að gera lítið úr Simon, svo sem með því að kalla hann samkynhneigðan, og bak við tjöldin hafi hann til dæmis hent penna í andlitið á Simoni og gert ýmislegt annað til að ýta á takkana hans.

Þar að auki hafi David verið athyglissjúkur og viljað sviðsljósið á sér, Simon til lítillar skemmtunar. Þegar David vann verðlaun árið 2018 fyrir að vera besti dómarinn í sjónvarpi hafi hann tekið við verðlaununum og nýtt tækifærið til að skjóta á Simon:

„Ég lít ekki á þetta sem sigur fyrir mig. Ég lít á þetta sem niðurlægingu fyrir Simon Cowell. Það eina sem hann gerir er að dæma fólk. Hann getur ekki sungið, hann getur ekki dansað, hann segir ekki brandara. Hann bara situr þarna og segir nei við alla. Hvers sem er getur gert það.“

David vann þessi verðlaun þrjú ár í röð og seinast nýtti hann tækifærið til að skríða eftir dómaraborðinu og kyssti Simon á munninn.

„Ég upplifði að hann væri virkilega afbrýðisamur út í Simon að vissu leyti. Þó David hafi slegið í gegn með bækurnar sínar, þá var frægð hans og ríkidæmi ekki á pari við Simon sem hefur náð að meika það líka í Bandaríkjunum,“ sagði heimildarmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone