Söngkonan Toni Braxton fagnaði 56 ára afmæli á dögunum og birti frekar djarfa mynd á Instagram í tilefni dagsins.
„Á Evuklæðunum…“ skrifaði hún með myndinni, eða „In my birthday suit“.
Fylgjendur söngkonunnar óskuðu henni innilega til hamingju með afmælið.
Myndin hefur vakið talsverða athygli og þykir netverjum Toni Braxton sýna enn og aftur að aldur sé bara tala.
Toni Braxton er bandarísk söngkona, lagahöfundur, leikkona og sjónvarpsstjarna. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og hefur meðal annars gefið út stórsmellina „Un-Break My Heart“, „Just Be a Man About It“ og „Breathe Again.“