fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Segist hafa leyft eiginkonunni að sofa hjá öðrum vegna hækkandi aldurs

Fókus
Mánudaginn 9. október 2023 19:59

Mia og Gordon Thornton. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gordon Thornton, fyrrverandi eiginmaður raunveruleikastjörnunnar Miu Thornton, er ósáttur og finnst hann hafa verið svikinn.

Hann heldur því fram að hann hafi leyft Miu að sofa hjá öðrum karlmanni til að „fullnægja þörfum“ sínum.

„Ég vissi að það myndi koma tími þar sem ég gæti ekki fullnægt öllum þörfum hennar,“ segir hann í samtali við TMZ.

Það er 33 ára aldursmunur á parinu. Gordon er 71 árs og Mia er 38 ára. Hann fór nýlega í krabbameinsaðgerð á blöðruhálskirtli.

„Það sem pirrar mig við þetta allt saman er að ég gaf henni leyfi, en samt ákvað hún að fara á bak við mig, ljúga og sífellt breyta sögunni um af hverju hún hafi ákveðið að fara frá mér.“

Skilnaður eftir ellefu ára hjónaband

Mia og Gordon kynntust árið 2003 og giftust níu árum seinna. Þau eiga saman tvö börn, Jeremiah, 7 ára, og Juliana, 5 ára. Þau eiga síðan bæði barn úr fyrra sambandi.

Í september greindu slúðurmiðlar vestanhafs frá yfirvofandi skilnaði þeirra.

„Ég sagði að hún mætti hitta einhvern, bara ekki gera það opinberlega. Fara varlega og ekki blanda krökkunum inn í málið. En hún er enn að laumupokast og heldur að ég viti ekkert,“ segir Gordon.

Hann segir að hann hafi séð að Mia og „nýi elskhuginn“ hafi talað saman í síma um miðja nótt, þegar hann fór í gegnum símann hennar.

Gordon segist trúa því að Mia hafi farið frá honum því hann sé ekki jafn efnaður og áður, og hann segir að „nýi maðurinn“ eigi nóg af pening.

„Ég trúi því algjörlega að hún sé að fara frá mér því hún heldur að hann sé betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“