fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Furðulega erfiður tölvuleikur Blush með Íslendinga í heljargreipum – „Hvað er í gangi?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. október 2023 11:40

Þetta er furðu erfiður leikur að mati margra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóladagatalaleikur kynlífstækjaverslunarinnar Blush virðist halda Íslendingum í heljargreipum.

Leikurinn gengur út á að ná sem flestum dagatölum, sem falla niður skjáinn ásamt grámyglulegum sokkum, í poka innan ákveðins tímaramma, þú færð 10 stig fyrir hvert dagatal en missir 30 stig ef sokkur fer ofan í pokann.

Þátttakendur virðast eiga erfitt með að ná yfir 350-400 stig og skilja ekkert hvernig sumir ná yfir 600. Í samtali við DV segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, að fólk hefur hringt í verslun Blush, sent fyrirtækinu tölvupóst og skilaboð á Instagram, til að spyrja: „Hvernig í andskotanum nær fólk meira en 600 stig, ég næ alltaf hámark 350.“

Leikurinn var einnig til umræðu í vinsæla Facebook-hópnum Beauty Tips þar sem meðlimir veltu fyrir sér hvort hann væri „bull leikur.“

„Er einhver hérna sem er líka að spila leikinn hjá Blush en það er ekki sjéns að ná meira en 330 stig en 3 efstu ná alveg i 780?? Hvað er í gangi?“

Fjöldi kvenna hafa skrifað við færsluna og hafa sömu söguna að segja:

„Ég hef aldrei komist yfir 330, hef náð þvi svona 4 sinnum í röð.“

Svona nærðu fleiri stigum

Gerður deildi þá með þeim trixinu á bak við háan stigafjölda.

„Ég get staðfest að það er hægt að ná yfir 700 og þeir sem eru efstir á stigatöflunni eru raunverulegir keppendur sem eru ekki tengdir Blush,“ sagði Gerður hlæjandi.

Hún útskýrði síðan trixið. „Þegar maður nær sokk þá koma dagatöl hraðar og fleiri niður í einu.“

Þau sem skipa þrjú efstu sætin eftir að leik er lokið vinna jóldadagatal Blush. Það er hægt að spila eins oft og maður vill út sunnudaginn 15. október.

Sá sem er í fyrsta sæti þessa stundina er með 810 stig.

Spilaðu leikinn hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum

Drottning Norðursins er laxveiðibók sem sætir tíðindum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu