fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Nýtt lag eftir Gunnar Inga – We´ll Find Rain

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagasmiðurinn og tónlistarmaðurinn Gunnar Ingi Guðmundsson hefur sent frá sér lagið We´ll Find Rain. Rakel Pálsdóttir syngur lagið.

„Ég átti til þennan lagbút sem mér fannst nokkuð góður og vildi halda áfram með. Upphafleg pæling var að gera píanóballöðu en svo fékk ég þá hugmynd að gera þetta sem eins konar kvikmyndalag og útkoman er poppballaða í dramatískum kvikmyndastíl,“ segir Gunnar Ingi um lagið.

Gunnar Ingi gaf út plötuna Eyðibýli í september síðastliðnum og hefur fengið góðar viðtökur og er ný plata í vinnslu.

Stefán Örn Gunnlaugsson sá um upptökur, hljóðblöndun. Sigurdór Guðmundsson sá um masteringu.

Textinn er eftir Erin Brassfield Bourke og fékk hún hugmynd um tvær manneskjur sem lenda saman í skyndilegum rigningarstormi og fyllast gleði. Fjallar textinn á tilfinningaþrunginn og sjónrænan hátt um missi ástvina vegna skilnaða, andláts eða í myndlíkri upplifun af hvoru tveggja. Er fjallað um þetta í nostalgísku samtali við manneskjuna sem viðkomandi hefur misst og í minningunni hlægja þau saman á meðan rigningin bleytir þau.

Sem fyrr segir er lagið sungið af Rakel Pálsdóttur. Rakel gaf út sína fyrstu sólóplötu síðastliðið vor sem heitir Von.

Lagið We´ll Find Rain má hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“