fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Greip til örþrifaráða til að fela klósettferðina fyrir kærastanum

Fókus
Fimmtudaginn 5. október 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er eitthvað töfrandi við nýtt ástarsamband. Þá sýnir fólk sínar bestu hliðar og vonast til að heilla elskhugann upp úr skónum svo hægt sé að slaka á formlegheitunum og koma meira til dyranna eins og við erum klædd. Eiga líklega margir sögu af því hvernig þeir lögðu á sig extra vinnu í upphafi sambands til að viðhalda draumsýninni. Fólk bregður sér út úr húsi til að leysa vind. Sumir vakna á undan elskhuganum til að tannbursta, greiða og jafnvel mála sig í framan svo ástin sjái mann ekki filterslausan í morgunsárið.

Kona nokkur ákvað þó að ganga lengra heldur en flestir. Hin breska Kayleigh, 34 ára, segist hafa upplifað örvæntingu í nýju sambandi þegar hún þurfti að taka lengri klósettferð.

Hún var nýbyrjuð að slá sér upp með manni nokkrum. Þau höfðu brugðið sér á barinn og fengið sér nokkra drykki og eftir það haldið heim til Kayleigh. Heimili hennar var íbúð þa sem veggirnir voru þunnir og úr gipsi. Þá varð henni mál.

Taldi hún öruggt að maðurinn myndi aldrei vilja sjá hana framar ef hann myndi heyra í henni tefla við páfann. „Heima hjá mér er hægt að heyra allt í gegnum veggina. Ég hugsaði að ef ég færi á klósettið þá myndi hann heyra það og hugsa: Hvað í veröldinni er hér á seiði. Þetta var ekki áhættunnar virði.“

Kayleigh ákvað að eina lausnin væri að grípa fjölnota innkaupapoka sem hún hafði nýlega fest kaup á, og ganga örna sinna ofan í hann. „Ég notaði pokann sem klósett og skeindi mér með viskastykki. Ég henti þessu svo öllu í ruslið og gaurinn komst aldrei að þessu. Hann svaf í gegnum þetta allt.“

„Ég vildi ekki hætta á að skammast mín fyrir líkamsstarfsemi mína. Þetta virtist vera besti kosturinn í stöðunni. Þetta þjónaði sínum tilgangi því hann hafði ekki hugmynd um hvað ég gerði. Við vorum saman í níu ár eftir þetta.“

Hún viðurkennir að hafa sagt kærastanum frá þessu eftir að þau höfðu verið saman í þrjú ár. Hann varð hinn rólegasti og sagði að þetta kæmi honum ekki á óvart. Hann hafi þvert á móti verið upp með sér yfir að hún hefði lagt þetta á sig fyrir hann.

The Sun greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone