fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fókus

Þegar Avril Lavigne tjáði sig um lífsseigu samsæriskenninguna

Fókus
Föstudaginn 27. janúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú undarlega kenning hefur gengið í þó nokkur ár að söngkonan Avril Lavigne sé í raun dáinn og hafi verið dáin frá árinu 2003. Hennar í stað hafi svo komið tvífari, leikkona að nafni Melissa Vandella.

Þeir sem trúa á þessa kenningu hafa bent á ýmisar meintar sannanir fyrir þessari fullyrðingu. Svo sem að Avril hafi skyndilega breyst í útliti, rithönd hennar hafi tekið breytingum, hæð hennar sé önnur og söngstíll og fatasmekkur hafi tekið róttækum breytingum.

Svo mikið var rætt um þessa kenningu að söngkonan á endanum þurfti að tjá sig um hana. Þegar hún var að kynna eina plötu sína sagði hún í samtali við Entertainment Weekly: „Þetta er meira svona heimskulegur internetorðrómur og ég er gáttuð að fólk sé að kaupa þetta. Er þetta ekki furðulegt? Þetta er svo heimskulegt. Ég lít nákvæmlega eins út. Annars vegar er fólk að segja – guð minn góður þú hefur ekkert breyst og svo hins vegar er fólk að segja – guð minn góður hún er dáin.“

Áður hafði Avril sagt að hún líti svo á að fólki á Internetinu leiðist hreinlega alltof mikið og vanti eitthvað að tala um.

Poppsálin tók samsæriskenninguna fyrir árið 2021 og rakti þar að umrædd samsæriskenning eigi rætur að rekja til brasilískrar bloggsíðu sem hafi haft það að markmiði að kanna hversu hratt slúður dreifist og hversu auðvelt það er að blekkja fólk. Bloggsíðan hefur staðfest að um uppspuna hafi verið að ræða, en þá hafði kenningin þó öðlast eigið líf og lifir enn góðu lífi í netheimum.

Hafa margir bent á að Avril var mjög ung þegar hún sló í gegn og eðlilegt að fatasmekkur hennar og útlit hafi tekið breytingum í gegnum árin. Ekki sofa stjörnurnar í formalíni og enginn er unglingur að eilífu.

Sjá einnig: Meint andlát Avril Lavigne og róandi máttur samsæriskenninga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu