fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
Fókus

Giftist tvöfalt eldri frænda sínum

Fókus
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 23:00

Debora Peixoto og Anderson Alves Peixoto - Mynd: Jam Press

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 30 ára gamla Debora Peixoto segir að það hafi verið ást við fyrstu sín er hún og frændi hennar í þriðja ættlið, Anderson Alves Peixoto, hittust í fyrsta skipti. Þau voru heima hjá föður Debora þegar þau sáu hvort annað fyrst en þau segjast strax hafa náð vel saman og byrjað að fara á stefnumót. Þegar einungis fjórir dagar voru liðnir frá fyrsta stefnumótinu voru þau svo flutt inn saman. Það voru svo ekki liðnir þrír mánuðir þar til þau voru byrjuð að skipuleggja brúðkaupið og fljótlega eftir það giftu þau sig.

New York Post fjallar um samband Peixoto hjónanna en þau segjast hafa verið byrjuð að skipuleggja brúðkaupið eftir fyrsta kossinn, sem kom þegar þrír dagar voru síðan þau hittust í fyrsta skiptið. Töluverður aldursmunur er á hjónunum en Anderson Alveg er 59 ára gamall og því tæplega tvöfalt eldri en Debora. Debora segist þó ekki láta aldurinn á sig fá og ekki heldur þá staðreynd að hann er frændi hennar.

„Ég hef verið gagnrýnd því hann er eldri en ég og því ég giftist frænda mínum en þetta var ást við fyrstu sín,“ útskýrir hún.

Ljóst er að Debora er nokkuð viss um að frændi hennar sé sá rétti því hún er búin að fá nafn eiginmannsins húðflúrað á sig. „Ég fékk nafnið hans húðflúrað á mig og hann bauð mér að flytja inn til sín. Hann fór til föður míns og bað um hönd mína og fjórum dögum síðar bjuggum við saman. Einungis þremur mánuðum síðar vorum við að skipuleggja brúðkaupið okkar.“

Hjónin hafa nú verið gift í sex ár. Þau segja fólk hafa gagnrýnt þetta óvenjulega samband sitt en að þau láti það ekki á sig fá. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með eldri manni en það er best. Hann hefur svo mikla lífsreynslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?

Að baki brosinu – Hvað vitum við um eiginkonu einræðisherra Norður-Kóreu, Ri Sol-ju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?

Gátan um Cindy sem var ofsótt af eltihrelli í sjö ár og dó hræðilegum dauðdaga – En hvað var satt og hverju var logið?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus

Gwyneth Paltrow fyrir dóm vegna skíðaslyss – Dómari neitaði óvenjulegri beiðni og lögmaður biðst afsökunar á því að vera rasshaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð

Gisele Bündchen opnaði sig um skilnaðinn – Tom Brady birti í kjölfarið óræð skilaboð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kósí stemning við Kvíslartungu

Kósí stemning við Kvíslartungu