fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Hvaðan kom orðrómurinn um ítrekuð framhjáhöld Liam Hemsworth?

Fókus
Laugardaginn 21. janúar 2023 16:06

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt ætlaði um koll að keyra á dögunum þegar söngkonan Miley Cyrus gaf út lagið Flowers og myndband með því, en aðdáendum þykir það deginum ljósara að um skot á fyrrverandi eiginmann Miley, Liam Hemsworth, sé að ræða.

Lagið kom til að mynda út á afmælisdegi Liams og einnig hafa aðdáendur talið sig hafa fundið fjölda vísbendinga í laginu og myndbandinu sem bendi til þess að þarna sé Miley að skjóta hörðum skotum á sinn fyrrverandi.

Eitt af þeim atriðum sem eru sögð renna stöðum undir ofangreint er húsið sem myndbandið er tekið upp í. En sú kenning hefur gengið að um sé að ræða hús sem Liam hafi leigt og þar haldið framhjá Miley með fleiri en fjórtán konum. Það er ekkert smá.

En er eitthvað hæft í þessu? Glamour lagðist í rannsóknarvinnu og komst að þeirri niðurstöðu að þessa sögusögn megi rekja til Twitter-aðgangsins Pop Tingz, en þar sagði í tísti „Húsið þar sem myndbandið við lag Miley Cyrus, Flowers, er tekið upp var áður notað af Liam Hemsworth til að halda framhjá Miley með fleiri en fjórtán konum á meðan þau voru gift.“

Þetta hefur þó ekki verið staðfest úr neinni átt og ekki víst hvaða Pop Tingz hefur þessar upplýsingar.

Tístið virðist þó hafa dugað til að koma sögusögnunum af stað.

Önnur kenning sem hefur gengið um netheima er að í laginu sé Miley að vísa til lags Bruno Mars, When I Was Your Man, en sagan segir að Liam hafi tileinkað það lag konu sinni í brúðkaupi þeirra. Í texta Flowers megi finna vísun til texta Bruno.

Sú saga gengur líka að gullkjóll sem Miley klæðist í myndbandinu sé vísun til kjóls sem leikkonan Jennifer Lawerence hafi klæðst á frumsýningu Hunger Games myndarinnar og þar með sé Miley að gefa til kynna að Liam hafi haldið framhjá henni með Jennifer.

Önnur kenning er að Miley klæðist í myndbandinu sömu jakkafötum að Liam hafi klæðst á frumsýningu Avengers, en þá hafi hann sagt henni að „hegða sér“ á vandræðalegri stund á rauða teppinu. Vissulega er til myndskeið af Liam að segja eitthvað við Miley en það séu bara þau tvö sem viti nákvæmlega hvað það var.

Aðrir á samfélagsmiðlum hafa bent á að Miley hafi sjálf sagt að framhjáhald hafi ekki verið ástæðan fyrir skilnaði hennar og Liams.

Líklega hefur Gróa á Leiti aðeins gengið fram úr sér í að greina Flowers og finna þar vísanir til atburða sem ekki er víst að hafi einu sinni átt sér stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt

Britney Spears segir að nú hafi aðdáendur hennar gengið of langt
Fókus
Í gær

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn

Kristín Sif brotnaði niður í beinni – Fitnessfjölskyldan stendur við bakið á Hrönn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“