fbpx
Föstudagur 27.janúar 2023
Fókus

Áhrifavaldur kramdist í líkamsræktinni

Fókus
Föstudaginn 20. janúar 2023 12:00

Daniel Hardman - Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Hardman, 30 ára gamall áhrifavaldur frá áströlsku borginni Brisbane, sem leggur helst áherslu á líkamsrækt, lenti í alvarlegu slysi þann 17. nóvember síðastliðinn í líkamsræktinni sinni. Hardman var að lyfta stöng með lóðum í hallandi bekk þegar stöngin féll á hann og kramdi hann.

Courier Mail segir að áhrifavaldurinn hafi hlotið mænuskaða af þessu en það mun hafa áhrif á líf hans til frambúðar. Í raun var slysið svo alvarlegt að aðrir gestir í líkamsræktinni þurftu að veita Hardman skyndihjálp á meðan beðið var eftir sjúkrabíl fyrir hann.

Hardman liggur enn á spítala, rúmum tveimur mánuðum síðar. Búið er að rannsaka slysið og komast að þeirri niðurstöðu að líkamsræktin hafi ekki gert neitt vitlaust og því verður ekki gripið til neinna aðgerða vegna málsins.

Áður en slysið varð hafði Hardman reglulega birt myndbönd á samfélagsmiðlunum YouTube, Instagram og TikTok. Í myndböndunum leyfði hann aðdáendum sínum að fylgjast með því hvernig hann losnaði við aukakílóin og bætti á sig vöðvum í staðinn.

„Þú ert stærsti óvinur sjálfs þíns í lífinu. Þegar þú ert búinn að sigra þig sem óvin þá geturðu sigrað allt,“ segir hann til að mynda í einu myndbandinu. „Ég er ekki fullkominn en nú kýs ég að lifa lífinu mínu í óþægindum til að ná markmiðunum mínum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar

Setti allt á hliðina með myndbandi sem sýndi „krípí“ gaur í ræktinni – Var tekin á teppið og biðst nú afsökunar
Fókus
Í gær

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“

Netverjar hrauna yfir matreiðslutakta Beckham – „Hvað næst, kjúklinganaggar?“
Fókus
Í gær

Lögregla kölluð út á heimili Britney Spears eftir símtöl frá áhyggjufullum aðdáendum

Lögregla kölluð út á heimili Britney Spears eftir símtöl frá áhyggjufullum aðdáendum
Fókus
Í gær

Vinkonurnar Helga og Hulda greindust með brjóstakrabbamein á sama tíma – „Heimurinn minn hrundi á augnabliki“ 

Vinkonurnar Helga og Hulda greindust með brjóstakrabbamein á sama tíma – „Heimurinn minn hrundi á augnabliki“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar leiðréttir misskilninginn – „Ég er ekki að gefa peninga”

Einar Bárðar leiðréttir misskilninginn – „Ég er ekki að gefa peninga”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arna Bára mokar inn seðlum á „sifjaspellsklámi“

Arna Bára mokar inn seðlum á „sifjaspellsklámi“