fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fókus

Britney Spears kom með sjaldséða athugasemd um Justin Timberlake

Fókus
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Poppstjarnan Britney Spears ræðir venjulega ekki um fyrrverandi kærasta sinn og söngvarann Justin Timberlake.

Britney og Justin voru um tíma heitasta stjörnuparið í Hollywood. Þau kynntust við tökur á Mickey Mouse Club í byrjun tíunda áratug síðustu aldar. Þau byrjuðu saman árið 1999 og voru parið sem allir elskuðu, þar til þau hættu saman mjög opinberlega árið 2002.

Sambandsslitin voru dramatísk og gaf Justin út lagið „Cry Me a River“ í kjölfarið. Aðdáendur þeirra skiptust í fylkingar og var Britney gerð að „vonda kalli“ sambandsslitanna.

Söngkonan birti gamla mynd af henni og Justin frá því að þau voru saman. Hún skrifaði með: „Þegar við vorum í körfubolta saman, þá gerðust kraftaverkin!“

Myndin sem Britney birti – og eyddi síðan.

Hún eyddi myndinni stuttu seinna. E! News greinir frá.

Það eru tvö ár liðin síðan Justin bað hana afsökunar, skömmu fyrir frumsýningu heimildarmyndarinnar Framing Britney Spears.

Hann bað einnig söngkonuna Janet Jackson afsökunar, vegna atviksins í hálfleik Ofurskálarinnar, og viðurkenndi að hann hefði átt að bregðast öðruvísi við.

„Ég brást ykkur og mörgum öðrum. Ég græddi á kerfi sem viðurkennir kvenhatur og rasisma,“ sagði hann.

Afsökunarbeiðnina má sjá hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Justin Timberlake (@justintimberlake)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mögnuð fæðingarsaga Mónu Lindar – Fór að pissa og fæddi dótturina inn á baði

Mögnuð fæðingarsaga Mónu Lindar – Fór að pissa og fæddi dótturina inn á baði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hetjuleg ástæðan fyrir slysinu afhjúpuð

Hetjuleg ástæðan fyrir slysinu afhjúpuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”

Biggi í Maus gefur út dansvænt skammdegispopp – „Má ég snúza meir?”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur Steinunn breytir um stíl – „Hár-flipp fyrir lengra komna“

Ragnhildur Steinunn breytir um stíl – „Hár-flipp fyrir lengra komna“