fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Dóttir Nicole Kidman og Tom Cruise birti sjaldséða sjálfsmynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2023 12:38

Nicole Kidman og Tom Cruise.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isabella „Bella“ Kidman Cruise, elsta dóttir Tom Cruise og Nicole Kidman, heldur sig venjulega frá sviðsljósinu. En hún deildi nýlega sjaldséðri mynd af sér á Instagram til að fagna endalokum sumarsins.

„Þvílíkt sumar,“ skrifaði hún með myndinni.

Skjáskot/Instagram

Tom Cruise og Nicole Kidman eiga saman tvö börn, Bellu sem er 27 ára og Connor Antony sem er 25 ára.

Venjulega deilir Bella myndum af listaverkum sínum en í þetta skipti deildi hún sjálfsmynd, sú fyrsta síðan í mars 2022.

Bella og bróðir hennar Connor hafa bæði haldið sig frá sviðsljósinu í gegnum tíðina. Þau eru bæði ættleidd, Bella var ættleidd árið 1992 og Connor þremur árum seinna. Tom og Nicole skildu árið 2001, eftir rúmlega tíu ára hjónaband. Eftir skilnaðinn voru þau með sameiginlegt forræði en samkvæmt E! News er stirt á milli Nicole og barnanna þar sem þau eru bæði í Vísindakirkjunni eins og pabbi sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna

Hyggst láta auðinn renna til góðgerðarmála ekki barna sinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“

Vörumerki Línu Birgittu í myndaþætti ELLE – „Tækifærin eru alls staðar, maður þarf bara að sækja þau“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sat nakin fyrir á sextugsaldri

Sat nakin fyrir á sextugsaldri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“

Ægileg fatamistök Gurrýjar á Kjarval – „Hvað haldið þið að Egill hafi sagt?!“