Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian hefur gefið syni sínum nafnið Tatum Thompson, rúmlega ári eftir að hann fæddist.
Page Six greinir frá því að nafnabreytingin hafi verið samþykkt af dómara í Los Angeles á þriðjudaginn.
Fyrir breytinguna var hann „Baby Kardashian.“
Khloé og Tristan eignuðust drenginn í júlí 2022 með aðstoð staðgöngumóður. Þau hættu saman í byrjun árs 2022 eftir að það kom í ljós að Tristan hélt framhjá henni – aftur – og í þetta sinn feðraði hann barn með einu viðhaldinu. Samkvæmt erlendum miðlum var staðgöngumóðirin komin nokkrar vikur á leið þegar Khloé komst að framhjáhaldinu.
Fyrir eiga þau True Thompson, fimm ára.
View this post on Instagram