Synir Michael Jackson heitins létu sjá sig á viðburði til að fagna afmælisdegi föður síns. Hann hefði orðið 65 ára.
Prince Jackson, 26 ára, og Blanket „Bigi“ Jackson, 21 árs, halda sig venjulega frá sviðsljósinu og var það því sjaldséð sjón þegar þeir mættu á viðburðinn í Las Vegas.
Page Six birti myndir frá kvöldinu sem hafa vakið talsverða athygli.
Blanket Jackson makes rare appearance with brother Prince on late dad Michael’s 65th birthday https://t.co/e8gisy8KJT pic.twitter.com/WUUuT0QKVX
— Page Six (@PageSix) August 29, 2023
Michael Jackson átti Prince með fyrrverandi eiginkonu sinni og söngkonunni Debbie Rowe. Hann eignaðist Bigi með aðstoð staðgöngumóður.
Bigi var nefndur Prince Michael II en fékk viðurnefnið Blanket fyrir þær sakir að faðir hans hélt honum fram af handriði á hótelsvölum í Berlín þegar hann var nýfæddur. Þegar hann danglaði fram af svölunum var andlit hans hulið með teppi. Michael hans baðst seinna afsökunar á athæfinu og sagðist aldrei skaða börn sín viljandi.