Hjónin Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnustjarna og sálfræðingur, og Einar Örn Guðmundsson sjúkraþjálfari eignuðust sitt fjórða barn, dóttur, 26. ágúst. Hjónin eiga fyrir þrjá syni.
„26.08.23 mætti stjarnan okkar skærasta. Við erum ótrúlega hamingjusöm með þessa mjög svo velkomnu viðbót í okkar geggjaða lið. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir barnalánið okkar, við erum svo sannarlega rík. Keppnin um hver er besti stóri bróðirinn er formlega hafin og tekin alla leið, þannig að lillan okkar verður í góðum höndum alla tíð,“ segir Margrét Lára á Instagram.