Hún varð fertug og hélt upp á það með glæsibrag, enda þykir hún vera eitt mesta glæsikvendi landsins.
„Endalaust þakklæti til ykkar allra sem hafið sent mér kveðju og hugsað hlýtt til mín. Það er dásamlegt að fá að eldast og gera það svona skemmtilega,“ skrifaði Manuela í færslu á Instagram.
Hún þakkaði samstarfsaðilum sínum sem hjálpuðu henni með afmælisveisluna, eins og Sjáland, þar sem veislan var haldin, og Partý búðinni, sem sá um skreytingarnar.
Sjáðu myndir frá kvöldinu hér að neðan.