Hann hefur tekið það fram í fyrri myndböndum að hann hafi flutt til Íslands til að spila fótbolta og í lýsingu hans á TikTok kemur fram að hann sé „atvinnumaður í knattspyrnu.“
Ekki er vitað með hvaða liði hann spilar þar sem ekki finnast nein gögn um hann á vef KSÍ.
Kai er með tæplega 60 þúsund fylgjendur á TikTok og hefur nýjasta myndband hans vakið mikla athygli, það hefur fengið rúmlega 3,8 milljónir áhorfa og yfir 385 þúsund manns hafa líkað við það.
Í myndbandinu spyr Kai vegfarendur á götum Reykjavíkur hvað sé það fyrsta sem þeir hugsa þegar þeir heyra: „Bandaríkin.“
Margir nefndu skólaskotárásir, aðrir nefndu Donald Trump, óhollan mat, heimskt fólk, verslunina Target og bandaríska fánann.
@kai_littaritz being from america, i was curious what people thought of my fellow americans. it was kind of sad to see this is how we are viewed as a country and i wonder why, as a country, we are viewed this way. let me know if you want more content like this, as i also asked what a typical american looks like. #iceland #reykjavik #interview #america #change #morecomingsoon #capcut ♬ original sound – kai.littaritz
Það voru þó ekki einungis svör Íslendinganna sem vöktu athygli heldur útlit þeirra.
Vinsælt tískutrend í dag eru ljósir lokkar, þá sérstaklega hjá ungum drengjum eins og sjá má í myndbandinu.
Einn netverji sló á létta strengi og spurði hvort Kai hafi tekið viðtal við Targaryen-fjölskylduna.
„Það er bara ein hárgreiðslustofa á Íslandi,“ staðhæfði annar.
„Var þetta íslensk strákasveit?“ spurði einn.
Margir tóku eftir því að hver vinahópur virtist vera með ákveðið litaþema. Svo voru sumir hreinlega ekki vissir um hvar Ísland sé og einn spurði: „Hvað er Ísland?“