fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hjarðhegðun Íslendinga höfð að háði og spotti – „Það er bara ein hárgreiðslustofa á Íslandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 15:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkjamaðurinn Kai Littaritz er búsettur hér á landi og hefur slegið í gegn á TikTok fyrir að skrásetja Íslandsdvöl sína.

Hann hefur tekið það fram í fyrri myndböndum að hann hafi flutt til Íslands til að spila fótbolta og í lýsingu hans á TikTok kemur fram að hann sé „atvinnumaður í knattspyrnu.“

Ekki er vitað með hvaða liði hann spilar þar sem ekki finnast nein gögn um hann á vef KSÍ.

Höfð að háði og spotti

Kai er með tæplega 60 þúsund fylgjendur á TikTok og hefur nýjasta myndband hans vakið mikla athygli, það hefur fengið rúmlega 3,8 milljónir áhorfa og yfir 385 þúsund manns hafa líkað við það.

Í myndbandinu spyr Kai vegfarendur á götum Reykjavíkur hvað sé það fyrsta sem þeir hugsa þegar þeir heyra: „Bandaríkin.“

Margir nefndu skólaskotárásir, aðrir nefndu Donald Trump, óhollan mat, heimskt fólk, verslunina Target og bandaríska fánann.

@kai_littaritz being from america, i was curious what people thought of my fellow americans. it was kind of sad to see this is how we are viewed as a country and i wonder why, as a country, we are viewed this way. let me know if you want more content like this, as i also asked what a typical american looks like. #iceland #reykjavik #interview #america #change #morecomingsoon #capcut ♬ original sound – kai.littaritz

Það voru þó ekki einungis svör Íslendinganna sem vöktu athygli heldur útlit þeirra.

Vinsælt tískutrend í dag eru ljósir lokkar, þá sérstaklega hjá ungum drengjum eins og sjá má í myndbandinu.

Einn netverji sló á létta strengi og spurði hvort Kai hafi tekið viðtal við Targaryen-fjölskylduna.

Meðlimir House of Targaryen.

„Það er bara ein hárgreiðslustofa á Íslandi,“ staðhæfði annar.

„Var þetta íslensk strákasveit?“ spurði einn.

Margir tóku eftir því að hver vinahópur virtist vera með ákveðið litaþema. Svo voru sumir hreinlega ekki vissir um hvar Ísland sé og einn spurði: „Hvað er Ísland?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“