Lydia hefur verið dugleg að skrásetja undirbúninginn fyrir flutningana á TikTok. Í einu myndbandinu, sem hefur fengið yfir 1,4 milljónir í áhorf, segist hún spennt að vera að flytja til „öruggasta lands í heimi.“
@lydkerr Don’t hate that we’re literally moving to the safest country in the world #iceland ♬ original sound – Lydia Kerr // Telltale®
Lydia er hönnunarstjóri (e. creative director) eigin fyrirtækis og rekur hönnunarstofu. Þau munu búa hér í ár og mun dvölin á Íslandi ekki hafa áhrif á starf hennar þar sem hún getur sinnt því í gegnum fjarvinnu.
Hún er einnig vinsæl á samfélagsmiðlum, með yfir 20 þúsund fylgjendur á TikTok.
Undanfarin ár hefur Collin starfað við sölu á hugbúnaði og var ekki að leita sér að nýrri vinnu að sögn Lydiu, en fyrir mörgum árum síðan þjálfaði hann körfubolta og þegar hann fékk atvinnutilboð um að þjálfa hjá Aþenu, körfuboltaliði á Kjalarnesi, ákváðu þau að stökkva á tækifærið, enda miklir Íslandsvinir.
„Við höfum farið fimm sinnum til Íslands síðustu fimm ár, en það er ruglað að hugsa til þess að búa í Reykjavík. Ég hef aldrei verið jafn spennt,“ sagði Lydia í sumar um flutningana.
Lydia lenti á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag, hún sýndi frá ferðalaginu á Instagram. Til að fylgjast með ævintýrum hennar á klakanum fylgdu henni á TikTok og Instagram.