fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Allir bráðnuðu þegar Jennifer Aniston afhjúpaði hvað Adam Sandler gefur henni á hverju ári

Fókus
Mánudaginn 28. ágúst 2023 16:59

Jennifer Aniston og Adam Sandler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinabragð leikarans Adam Sandler hefur brætt netverja. Á hverju ári sendir hann vinkonu sinni og leikkonunni, Jennifer Aniston, blómvönd á mæðradaginn.

Jennifer er barnlaus og opnaði sig um erfiðleika varðandi barneignir í viðtali við Allure í nóvember 2022.

„Ég fór í gegnum glasafrjóvgun, drakk kínverskt te, nefndu það,“ segir hún.

Hún gagnrýndi slúðurmiðla fyrir að hafa aukið sársauka hennar á þessum erfiðu tímum með kjaftasögum og tók einn orðróminn sérstaklega fyrir sem var á kreiki árið 2005 um skilnað hennar og Brad Pitt.

Sjá einnig: Jennifer Aniston kveður niður þrálátan orðróm um ástæðu skilnaðar hennar og Brad Pitt

Góðir vinir

Jennifer og Adam hafa verið vinir lengi og leikið í mörgum kvikmyndum saman, eins og Just Go With It og Murder Mystery.

Leikkonan greindi frá því hversu góðir vinir þau væru í nýlegu viðtali við The Wall Street Journal og sagði að á hverju ári senda Adam og eiginkona hans, Jackie, henni blómvönd á mæðradaginn og þykir henni mjög vænt um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram