Vinabragð leikarans Adam Sandler hefur brætt netverja. Á hverju ári sendir hann vinkonu sinni og leikkonunni, Jennifer Aniston, blómvönd á mæðradaginn.
Jennifer er barnlaus og opnaði sig um erfiðleika varðandi barneignir í viðtali við Allure í nóvember 2022.
„Ég fór í gegnum glasafrjóvgun, drakk kínverskt te, nefndu það,“ segir hún.
Hún gagnrýndi slúðurmiðla fyrir að hafa aukið sársauka hennar á þessum erfiðu tímum með kjaftasögum og tók einn orðróminn sérstaklega fyrir sem var á kreiki árið 2005 um skilnað hennar og Brad Pitt.
Sjá einnig: Jennifer Aniston kveður niður þrálátan orðróm um ástæðu skilnaðar hennar og Brad Pitt
Jennifer og Adam hafa verið vinir lengi og leikið í mörgum kvikmyndum saman, eins og Just Go With It og Murder Mystery.
Leikkonan greindi frá því hversu góðir vinir þau væru í nýlegu viðtali við The Wall Street Journal og sagði að á hverju ári senda Adam og eiginkona hans, Jackie, henni blómvönd á mæðradaginn og þykir henni mjög vænt um það.