Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.
„Við höfum verið gift í tíu ár. Ég er 44 ára og hún er 40 ára. Þegar við byrjuðum saman klæddi hún sig stundum í kynþokkafull undirföt og sokkabuxur en hún hefur ekki gert það í mörg ár.
Þar til fyrir stuttu var kynlífið okkar gott. En fyrir nokkrum mánuðum hætti hún að vilja að njóta ásta. Hún sagðist alltaf vera of þreytt eða með hausverk eða að hún þyrfti að vakna snemma næsta dag. Ég hélt í vonina að kynhvötin hennar myndi koma aftur, eins og þegar það myndi vera minna að gera í vinnunni hjá henni.“
Grunsemdir vöknuðu þegar hann fór út með ruslið einn daginn.
„Ruslatunnan var full svo ég ákvað að tæma hana í stærri tunnu. Þá sá ég netasokkabuxur í litlum plastpoka. Ég spurði eiginkonu mína út í þær, af hverju hún hafi hent netasokkabuxum í góðu ástandi, og hún varð flaumósa. Hún sagðist hafa keypt þær fyrir gæsun vinkonur sínar en þær voru alltaf að leka niður svo hún endaði með að henda þeim. En allar vinkonur hennar eru löngu giftar og ekkert brúðkaup í vændum, og af hverju að fela þær? Það eina sem mér finnst geta útskýrt þetta er að hún hafi notað sokkabuxurnar í kynlífi með öðrum karlmanni. Ætti ég að spyrja hana hvort hún sé að halda framhjá mér?“
Deidre svarar: „Það gæti verið að þú sért að leggja tvo og tvo saman og fá út fimm. Það er ekkert sem sannar það í alvörunni að hún hafi haldið framhjá þér. Það gæti verið að hún sé að segja þér sannleikann eða einhver önnur saklaus ástæða.
Hins vegar er staðreyndin sú að ef þú ert byrjaður að gruna hana um eitthvað, þá er það vísbending um að þú sért óhamingjusamur í sambandinu. Frekar en að spyrja hana hvort hún hafi haldið framhjá, talaðu við hana um hjónaband ykkar og þú skalt biðja hana um að vera hreinskilin um tilfinningar sínar.“