fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Par eignast tvíbura á afmælisdegi sínum – „Þvílík blessun“ 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Scierra Blair og José Ervin sem búsett eru í Ohio í Bandaríkjunum deilir afmælisdegi, 18. ágúst. Blair varð þá 32 ára og Ervin 31 árs, en þau kynntust nokkrum dögum eftir afmælisdag þeirra í fyrra.

“Ég hélt hún væri að stríða mér þegar hún spurði hvenær ég ætti afmæli og sagðist svo eiga afmæli sama dag. En hún sannaði orð sín með að taka upp skilríki sín,“ segir Ervin.

Það skemmtilega og einstaka er að nú deilir parið afmælisdeginum einnig með tvíburum sínum sem fæddust klukkan 00.35 og 00.36 á Cleveland Clinic Hillcrest spítalanum þann 18. ágúst síðastliðinn. Sonurinn José Ervin þriðji mætti í heiminn fyrstur og síðan systir hans Ar’ria Lannette Ervin.

„Þau voru af­mæl­is­gjöf­in mín og ég er svo sann­ar­lega sátt­ur við það. Ég er svo ham­ingju­sam­ur. Ég kyssi þau svona 30.000 sinn­um á dag,“ segir faðirinn í viðtali við People.

Parið var búið að ræða hvernig þau ætluðu að fagna fyrsta afmælisdegi sínum saman, hugmyndir eins og bröns, heim­sókn á sæ­dýra­safn eða hafna­bolta­leik, komu upp, en aldrei fæðingardeildin enda var Blair sett 28. ágúst. Ervin var þó alveg til í að deila afmælisdeginum með börnunum, en Blair var ekki á sama máli, henni fannst nóg að parið deildi deginum. Faðirinn vildi í það minnsta að börnin fæddust í ljónsmerkinu, svo öll fjölskyldan væri í sama stjörnumerki.

Tvíburar eru í fjölskyldum beggja og það kom því foreldrunum ekki á óvart að von væri á tvíburum, móðirin var mjög ánægð með að von væri á stúlku og dreng.

Bla­ir vann fullan vinnudag þar til hún mætti í hefðbund­na skoðun 17. ág­úst og parinu var sagt að sonur þeirra væri í sitj­andi stöðu. Lækn­ir­inn vildi því drífa Bla­ir í keis­ara­sk­urð til að minnka hættu á fylgi­kvill­um. Parið mætti því á sjúkra­húsið klukkan 16.30 til þess að und­ir­búa sig fyr­ir aðgerðina. Ervin bað Blair þá um að seinka aðgerðinni um nokkrar klukku­stund­ir svo parið gæti fengið börn­in í af­mæl­is­gjöf. Ervin segir að hann hefði ekki óskað eft­ir seink­un­inni ef hún hefði valdið konu hans eða ófædd­um börn­um einhverri áhættu. Hann náði að sannfæra sína heittelskuðu, sem sagði biðina auðvelda fyrir hann, sjálf væri hún að drepast úr hungri. 

Allt gekk vel að lokum og fjölskyldan er komin heim. Og Ervin er strax farinn að hugsa hvernig fjölskyldan eigi að fagna afmælum sínum á næsta ári. „Við getum haldið upp á daginn með einhverjum látum, fyrir alla í einu. Og það verður bara fallegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram