Áhrifavaldurinn Jóhanna Helga Jensdóttir birti myndband af sér grátandi á TikTok sem vakið hefur þó nokkra athygli.
Myndbandið hefur fengið yfir 30 þúsundir í áhorf og veltu margir fyrir sér ástæðunni fyrir táraflóðinu, en mörgum þótti hún óljós.
Jóhanna Helga er í fríi í London ásamt kærasta sínum, Geir Ulrich Skaftasyni, og fóru þau á tónleika The Weeknd á föstudaginn síðastliðinn.
Áhrifavaldurinn birti myndband af sér grátandi í tómlegri stúku eftir tónleikana og skrifaði með: „Þegar þú áttar þig á því að þú varst vitni að sögulegum endalokum.“
@johannahelga9heartbroken 😭💔♬ Save Your Tears – The Weeknd
Sumir virtust ekki átta sig á hvað væri í gangi og af hverju hún væri að gráta þannig Jóhanna útskýrði málið í öðru myndbandi.
Hún sagði að þetta hefðu verið síðustu tónleikar The Weeknd undir því nafni, en héðan í frá mun tónlistarmaðurinn koma fram undir eigin nafni, Abel Tesfaye og þess vegna væri nú sögulegu tímabili lokið.
@johannahelga9 Replying to @user864027166 ♬ original sound – Jóhanna Helga Jensdóttir