OnlyFans-fyrirsætan Alexandra Le Tissier hefur fengið leyfi eiginmanns síns til að skrá sig á stefnumótaapp og fara á stefnumót. Hjónin hafa verið gift í tíu ár og um lokað samband hefur verið að ræða. En Alexandra tók að finna til þreytu í sambandinu og fyrir þörf til að krydda upp á tilveruna. Eiginmaðurinn, Mitch, tók ótrúlega vel í hugmynd hennar um að skrá sig á stefnumótaforrit.
Metro greinir frá þessu.
Alexandra leggur þunga áherslu á að hún sé mjög ástfangin af eiginmanni sínum en hann gaf henni leyfi til að hlaða niður stefnumótaappinu og byrja að spjalla við karlmenn. Mitch er svo spenntur fyrir þessu að hann hjálpar Alexöndru við að velja menn til að tengjast á stefnumótaappinu. Mitch vill helst að Alexandra tengist þeim sem þau bæði kalla „lúðalega“ (geeky) menn, og Alexandra segist sjálf spenntust fyrir slíkum mönnum.
Alexandra segir um mann sinn:
„Hann er ansi frjálslyndur og víðsýnn. Hann dæmir ekki og er bara mjög sáttur við þetta. Eina reglan er að þetta sé bara til gamans. Það má ekkert alvarlegt verða úr þessu. Hann hefur ekki áhuga á því að gera þetta sjálfur sem mér finnst fyndið.“
Þess má geta að Alexandra hefur enn ekki farð á stefnumót með neinum af körlunum sem hún er búin að tengjast á stefnumótaappinu. Hún er hins vera spennt fyrir þeim möguleika en segist áður en hún hitti nokkurn þurfi hún að hafa spjallað við hann áður í nokkrar vikur.
Hjónin eru bæði hæstánægð með þessa tómstundaiðju Alexöndru en ekki eru allir vinir og ættingjar jafnsáttir. Einhverjir hafa klagað í Mitch að konan hans sé skráð á stefnumótaforrit, eftir að hún sagði frá því á Twitter. Þetta þykir Alexöndru vera broslegt: „Fyndið að fólk skuli halda að ég skrái mig á stefnumótaapp án þess að láta hann vita og segi síðan frá því á Twitter.“