fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Fulltrúi Íslands datt úr leik í nýjasta stórvirki MrBeast – Missti af 33 milljónum króna

Fókus
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 09:58

Fulltrúi Íslands hafði ekki erindi sem erfiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjasta myndband Youtube-stjörnunnar MrBeast hefur vakið talsverða athygli en í því keppa fulltrúar 200 landa heims í nokkrum íþróttagreinum sem eru hverri annarri mikilfenglegri. Keppt er í endurbættum útgáfum af Ólympíugreinum eins og grindahlaupi, fimleikum, bogfimi, fótbolta og skylmingum þar til einn keppandi stendur uppi sem sigurvegari nælir sér í hvorki meira né minna en 250 þúsund bandaríkja dali eða rúmlega 33 milljónir króna.

MrBeast er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna heims og hefur vakið heimsathygli fyrir afar metnaðarfull myndbönd þar sem þátttakendur eiga möguleika á að vinna sér inn stórfé. Þá er hann orðinn stórtækur í hverskonar viðskiptum og hefur opnað skyndabitakeðjur sem bera nafn hans auk þess að framleiða allt að því óætt súkkulaði sem fæst nú hérlendis og bugaðir íslenskir foreldrar hafa neyðst til þess að kaupa fyrir organdi skjáhorfandi börn sín.

Ísland á að sjálfsögðu sinn fulltrúa í keppninni þó að viðkomandi, sem DV þekkir ekki frekari deili á, komi ekki mikið við sögu í myndbandinu.

Datt úr leik í fimleikunum

Fyrsta greinin er grindahlaup þar sem keppendurnir 200 hafa 30 sekúndur til að komast yfir keppnisbrautina áður en hliðið við endamarkið hreinlega lokast. Rúmlega helmingur keppenda, alls 103,  ná ekki að komast yfir brautina á þeim tíma en fulltrúi Íslands er þó í hópi þeirra 97  sem komst áfram í næstu umferð.

Fulltrúi Íslands komst áfram í sögulegu grindahlaupi

Þá er keppt í fimleikum en sú keppnisgrein snýst um að tíu manna hópar keppast um að komast yfir einskonar jafnvægisslár og eru þeir fimm fyrstu sem komast yfir komnir áfram í næstu umferð en hinir fimm detta úr leik. Í þeirri keppnisgrein bregður fulltrúa Íslands fyrst fyrir í örskotsstund en stuttu síðar má sjá á yfirliti keppninnar að fulltrúi Íslands er dottin úr leik.

Eins og áður segir er því næst haldið í fleiri íþróttagreinar, sem eru með tilkomumiklum útfærslum eins og MrBeast er einum lagið, allt þar til einn sigurvegari stendur eftir.

Myndbandið, eins og flest þau sem MrBeast kemur nálægt, hefur slegið í gegn og hefur fengið um 86 milljón áhorfa á nokkrum dögum og er hið vinsælasta á Youtube í dag.

Hér má sjá myndbandið en fulltrúa Íslands bregður fyrir á 4:23

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram