Fyrirsætan Kendall Jenner er í aðalhlutverki auglýsingaherferðar fyrir vetrarlínu fatahönnuðarins Stellu McCartney. Herferðin er mynduð af Harley Weir í Camarque í Frakklandi, en vatnasvæðið er þekkt fyrir hvítu hestana sem einnig eru á auglýsingamyndunum. Hestar taka einnig þátt í hausttískusýningu McCartney með aðstoð hestahvíslarans Jean-François Pignon.
Á einni myndanna má sjá Jenner nakta á hestbaki, aðeins klædd í vegan hnéstígvél með dýramynstri og ber hún handtösku í stíl.
„Ég vissi að Stella stelpan í þessari herferð yrði að elska hesta jafn mikið og ég. Kendall hefur umgengist hesta síðan hún var krakki, alveg eins og ég, og á sinn eigin búgarð; þú getur séð hversu hversu auðvelt hún á með að umgangast þessar viðkvæmu skepnur og hversu rólegar þær eru nálægt henni,“ sagði McCartney í fréttatilkynningu.
Hægt er að skoða vetrarlínu McCartney hér.