Allt fór á hliðina í samfélaginu í september í fyrra eftir að gagnrýni um raunveruleikaþætti LXS-vinkonuhópsins birtist hjá RÚV. Gagnrýnina skrifaði Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og sagði hún að þættirnir væru frekar óspennandi og vantaði í þá allt það drama sem áhorfendur gjarnan reikna með frá raunveruleikasjónvarpi.
Sjá einnig: LXS-dívurnar hjóla í RÚV vegna gagnrýni um raunveruleikaþáttinn – „Einn mesti viðbjóður sem ég hef lesið“
Önnur þáttaröð LXS hefst þann 6. september næstkomandi á Stöð 2 og virðist Salvör ætla að fá ósk sína uppfyllta.
Stikla fyrir þættina kom út fyrr í dag og ef marka má efnistök hennar verður nóg af drama í nýju þáttaröðinni.
Í einu atriðinu rýkur Magnea Björg Jónsdóttir grátandi frá borði, þar sem þær sitja saman vinkonurnar, og biður myndatökumenn um að hætta að taka upp.
„Í alvörunni, nennið þið að hætta núna og slökkva á þessu,“ segir hún.
Í öðru atriði er Birgitta Líf grátandi út af einhverju, ástæðan er ókunnug. Svo fellir Ástrós Traustadóttir einnig einhver tár í stiklunni.
Horfðu á hana hér að neðan.