fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Er þetta raunveruleg ástæða skilnaðarins?

Fókus
Þriðjudaginn 22. ágúst 2023 17:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears virðist ekki eiga sjö daganna sæla, en eiginmaður hennar til eins árs er sagður hafa farið fram á skilnað og ætla sér að þvinga hana til greiða honum umfram þær greiðslur sem honum eru tryggðar með kaupmála sem hjónin gerðu fyrir brúðkaupið. Mun eiginmaðurinn, Sam Ashgari, halda því fram að söngkonan hafi verið honum ótrú.

Nú greinir TMZ frá því að Britney standi svo gott sem ein í þessu öllu, enda hafi stuðningsnet hennar nánast þurrkast út. Hún sé í litlum sem engum samskiptum við foreldra sína, og eigi í stirðu sambandi við systur sína. Í raun séu það bara tveir menn sem standi við bakið á söngkonunni sem stendur, annars vegar lögmaður hennar og hins vegar umboðsmaðurinn. Þeir eru sagðir aðstoða Britney við athafnir daglegs lífs, svo sem með því að tryggja að hún borði, mæti þangað sem hún á að mæta og sé í standi til að grípa gæsina þar sem hún býðst.

Lögmaður söngkonunnar, Mathew Rosengart, mun þó ekki óttast að Britney sé í slæmu andlegu ástandi og ekki mun standa til að gera breytingar í lyfjagjöf hennar eða senda hana oftar til geðlæknis.

Britney mun þó líka eiga bróður, Bryan, sem hefur komið og tekið stöðuna á systur sinni annað slagið síðan eiginmaður hennar lét sig hverfa. Hann eigi þó erfitt með skap systur sinnar og hafi lítinn áhuga á að skipta sér með öðrum hætti að velferð hennar.

Britney hélt nýlega skilnaðar-partý þar sem hún fagnaði því að vera einhleyp á ný umkringd myndarlegum og fáklæddum karlmönnum, sem gæti þótt óskammfeldið í ljósi þess að hún hefur verið sökuð um hjúskaparbrot en miðillinn Entertainment Tonight heldur því þó fram að raunveruleg ástæða skilnaðarins sé þó allt önnur. Eftir að Britney hafi fengið sjálfræðið á ný hafi Sam talið sig geta tekið völdin yfir lífi hennar, fyrst að faðir hennar mátti ekki lengur ráðskast með hana. Þetta hafi Britney þó ekki samþykkt enda var hún frelsinu fegin.

„Áður en að Britney fékk sjálfræðið aftur þá var Sam mjög stuðningsríkur. Þegar hún var aftur sjálfráða þá upplifði Britney frelsið en það átti þó eftir að breytast út af valdajafnvæginu í sambandi hennar við Sam,“ sagði ónefndur heimildarmaður.

„Britney fann hvernig valdajafnvægið breyttist eftir að hún fékk sjálfræði. Áður hafði hún verið í fastri rútínu en eftir að hún fékk frelsið þá breyttist mikið. Britney vildi njóta frelsisins og upplifði að Sam væri hreinlega ekki að ráða við það. Britney mun aldrei leyfa öðrum að stjórna henni aftur og hún upplifði að Sam væri að reyna.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram