Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir er ófeimin við að gera grín að sjálfri sér.
Sjá einnig: Agnarsmá sundföt Sunnevu Einars skotspónn brandara
Sunneva hefur verið vinsæll áhrifavaldur um árabil. Hún er með yfir 56 þúsund fylgjendur á Instagram en hefur verið að hasla sér völl á TikTok undanfarið. Myndbönd hennar fá tugi þúsunda áhorfa og er fylgjendahópur hennar að nálgast 30 þúsund.
Á miðlinum birtir hún alls konar myndbönd en það er aldrei langt í grínið. Í nýju myndbandi slær hún á létta strengi.
„Ég ætla bara að fá mér einn drykk í kvöld,“ skrifaði hún með myndbandinu, en síðan sést hún mjög ölvuð, skólaus og sitjandi á gangstétt.
@sunnevaeinars🥹
Myndbandið hefur slegið í gegn og virðast margir hafa gaman af áhrifavaldinum.