fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Erna Kristín með gleðifréttir eftir mjög erfiða daga – „Ég var búin að missa alla von“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. ágúst 2023 18:30

Erna Kristín Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki bjart útlitið hjá Ernu Kristínu, áhrifavaldi, guðfræðingi og talskonu fyrir jákvæða líkamsímynd, í síðustu viku, er Instagram-reikningi hennar var lokað.  Erna er enginn venjulegur Instagram-notandi því Ernuland hefur um 25 þúsund fylgjendur og Erna hefur umtalsverðar tekjur af síðunni sem hún hefur byggt upp árum saman.

Skýringar Instagram á lokun reikningsins voru óskiljanlegar en með lokuninni missti Erna Kristín mikið, eða eins og hún sagði: Mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig. Ég hef reynt allt sem ég get til þess að mótmæla eða fá prófælinn til baka en eina sem mér er sagt er að ég get farið með þetta fyrir dóm. Hefur einhver hér tekið svona slag? Ég var með í kringum 25 þúsund fylgjendur. Búin að byggja þennan miðil upp síðan 2014 og er eins og er eina fyrirvinnan á heimilinu.“

Erna Kristín dó ekki ráðalaus og opnaði Ernu.land sem fékk ótrúlega góðar viðtökur á örstuttum tíma og sankaði að sér um tíu þúsund fylgjendum.

Erna Kristín greindi síðan DV frá því í dag að Ernuland hafi verið opnað á ný.

„Mikill léttir og endalaust þakklæti. Ég var búin að missa alla von og var eiginlega bara búin að leggja það til hliðar að ég fengi miðilinn tilbaka. En hér erum við! Ég er ekkert smá ánægð og þakklát þeim sem hjálpuðu mér að ná miðlinum til baka og þeim sem stóðu við bakið á mér á meðan óvissan var. Bæði fylgjendum og samstarfsaðilum. Þetta er þvílíkur rússíbani og eiginlega smá klikkað að þetta geti gerst. Maður leggur allt undir og það getur horfið á núll einni. Ég þarf núna að reyna finna leið til þess að tryggja mig betur og mun ganga í það strax…og vona að það verði til þess að þetta gerist ekki aftur. Núna er bara spurning hvað ég geri við hinn miðilinn. Hann er komin í tæp 10 þúsund fylgjendur. Það væri synd að henda honum…ég er svosem með endalausar hugmyndir, misgóðar auðvitað. Svo ég vona að fólk hinkri aðeins við hjá ernu.land miðlinum þótt hann verði ekki virkur fyrr en ég finn rétt not fyrir hann. En þangað til verður Ernuland á blússandi siglingu! Margt spennandi framundan.“

Erna Kristín notar tækifærið og hvetur fólk til að fara varlega á netinu:

„Hvort sem þetta voru hakkarar eða misskilningur hjá Instagram, þá hvet ég öll að treysta engum linkum sem eru sendir eða aðilum sem poppa upp og biðja um pening með loforð um að græja málið. Passið vel upp á upplýsingar og verið með varann á þegar það er beðið um símanúmer eða einhverskonar auðkenni. Það er mikið um þetta núna og það er allt reynt til þess að ná aðgöngum af fólki.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram