Í umræddu myndbandi má sjá óþekktan karlmann sleikja fótlegg hennar. Einnig má sjá fleiri karlmenn, sem eru berir að ofan, halda á henni.
Britney er að skilja við leikarann Sam Asghari eftir fjórtán mánaða hjónaband. Leikarinn sótti um skilnað frá söngkonunni í síðustu viku og heldur slúðurmiðillinn TMZ því fram að meint framhjáhald Britney hafi verið ástæðan.
Sjá einnig: Skandallinn vindur upp á sig – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald með starfsmanni
„Þegar þú ferð að hitta svo kallaðan „vin“ og keyrir í klukkutíma fyrir kjúkling! Síðan þarftu að bíða í bílnum en þarft að nota baðherbergið. Ég vissi að einhver hafi látið paparazzi ljósmyndara vita af mér því ég hafði aldrei notað þennan bíl áður. Þannig af hverju eltu þeir mig?“ skrifaði Britney með myndbandinu.
„Malibu Canyon vegurinn er sá versti í heimi til að keyra, þannig hvað gerir tík eins og ég? Ég fer í uppáhalds græna kjólinn minn og heimsæki vini mína. Ég bauð uppáhalds strákunum mínum í heimsókn og við lékum í alla nótt!“
View this post on Instagram
Söngkonan birti annað myndband þar sem hún lá berbrjósta í rúminu, aðeins klædd nærbuxum og svörtum leðurstígvélum.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Sam Asghari rýfur þögnina
Um helgina tjáði hún sig um skilnaðinn í fyrsta sinn opinberlega.
„Eins og allir vita þá erum við ekki lengur saman. Sex ár er langur tími, þannig ég er í smá sjokki. En ég ætla ekki að útskýra málið því þetta kemur engum við. En ég gat ekki höndlað sársaukann lengur ef ég á að vera hreinskilin,“ sagði hún og birti myndband af sér dansa heima hjá sér.
Hún þakkaði fyrir stuðninginn á þessum erfiðu tímamótum og sagðist ætla að reyna að vera eins sterk og hún gæti.
View this post on Instagram