fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Var hinu fræga skipi Titanic grandað af hópi ósvífinna auðjöfra?

Fókus
Föstudaginn 18. ágúst 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samsæri, hvað er svona heillandi við þau? Ótrúlegt en satt þá hafa vísindamenn reynt að svara þessari spurningu, en samkvæmt einni rannsókn var niðurstaðan sú að fólk sem trúir samsæriskenningum sé gjarnan að leita eftir skilningi á umheiminum, öryggistilfinningu og samfélagi til að tilheyra. Líklega er minni eftirspurn innan vísindasamfélagsins til að greina niður hvers vegna fólk elskar að kynna sér samsæriskenningar af léttúð, enda má þar líklega kenna eðlislægri forvitni mannskepnunnar um. Við höfum þorsta fyrir þekkingu, viljum skilja umheiminn okkar og finnst gaman að geta nálgast hluti með gagnrýnni hugsun. Sumar kenningar eru vissulega nokkuð galnar, en þá er eins gaman að kafa ofan í þær og kveða þær í kút. Einhverjum finnst gaman að leysa kross- eða myndgátur í frítímanum sínum. Að sama bragði finnst öðrum gaman að kafa ofan í samsæriskenningar og meta hversu sannfærandi þær í raun og veru eru.

Þrír félagar hafa tekið að sér það óeigingjarna verk að leiða Íslendinga áfram í þessari köfunarferð. Þetta eru félagarnir og grúskararnir Ómar Þór, Guðjón Heiðar og Haukur Ísbjörn sem rannsaka og rökræða samsæriskenningar á léttu nótunum í hlaðvarpinu Álhatturinn.

Var þetta stærsta tryggingasvindl sögunnar?

Að þessi sinni taka þeir fyrir frægustu jómfrúarsiglingu sögunnar og lítið þekkta samsæriskenningu sem vekur upp áleitnar spurningar. Eins og hvort Titanic hafi sokkið í hræðilegu slysi eða hvort þar voru brögð í tafli. Samsæriskenningin er nokkuð umdeild en þar er því haldið fram að Titanic hafi viljandi verið grandað í risastóru samsæri þar sem þekktir auðkýfingar og stórfyrirtæki og stofnanir komu við sögu.

„Flest ef ekki öll þekkjum við söguna um Titanic, dýrasta og flottasta farþegaskipi sögunnar, sem sökk í sinni jómfrúarsiglingu með tilheyrandi dauðsföllum, skelfingu og hörmungum.

En var raunverulega um hræðilegt slys að ræða, sem rekja má til afkáralegra afglapa og ákvörðunartöku skipstjórans, eða bjó eitthvað annað mun dekkra og annarlegra að baki?

Var skipinu kannski grandað viljandi til að þjóna hagsmunum fjárglæframanna með annarlegar hvatir eða getur verið að skipið hafi í raun aldrei farist og að um eitt stærsta og umfangsmesta tryggingasvik sögunnar sé að ræða? Hverjir voru það sem fórust um borð og hvers vegna hættu ákveðnir valdamiklir menn við ferðina á síðustu stundu? Hvaða hagsmunir bjuggu að baki því að sökkva skipinu og hvers vegna?

Hefði ef til vill auðveldlega verið hægt að afstýra slysinu eða bjarga flestum ef ekki öllum um borð? Hvers vegna voru ekki nægilega margir björgunarbátar um borð og hvað var fullt skip af lopapeysum að gera í grenndinni með umtalsvert fleiri björgunarbáta án þess að nokkrir farþegar væru um borð?

Hvað hefur þetta allt saman að gera með bandaríska seðlabankann og hvernig tengjast J.P Morgan og Hersey súkkulaði framleiðandinn málinu? Og hvað varð um systurskipin Olympic og Brittanic eftir atvikið hörmulega.“

Hætti við á seinustu stundu

Meðal annars rekja félagarnir í þættinum að 50 „frægir og moldríkir karlar“ sem hafi átt bókað far með Titanic en hættu á seinustu stundu við. Þessir menn voru vinir J.P Morgan sem var auðjöfurinn sem fjármagnaði fyrirtækið á bak við Titanic. Morgan átti sjálfur að vera um borð og hafði sér káeta verið útbúin, aðeins fyrir hann. Hann hætti sjálfur við á seinustu stundu.

„Þetta er mjög grunsamlegt, að því leyti að þetta gæti verið að hann hafi ætlað að láta alla halda að hann ætlaði að vera um borð alveg fram á seinustu stundu þegar hann hættir við, eða eitthvað gerist svo hann hugsar – Vá ég má ekki vera um borð á þessu skipi – og hættir við því hann hefur fengið einhverjar upplýsingar.“

Þeir rekja að það hafi þó verið útskýrt að Morgan hafi fengið flensu og þess vegna þurft frá að hverfa.

„Maður siglir náttúrulega ekki með flensu.“

Síðan hafi Morgan þó verið myndaður tveimur dögum eftir að þessi skýring var gefin í Frakklandi með hjákonu sinni.

„Hann var orðinn sprækur, enda hressist hann kannski við að hitta hjákonuna sína, sumir hressast við slíkt.“

@alhatturinn Var Titanic grandað vísvitandi!? #Titanic #TitanicConspiracy #Conspiracy #Podcast #illuminati #jpmorgan #fyp #fypIceland #hlaðvarp #conspiracytiktok ♬ original sound – Álhatturinn

Til að fræðast um samsæriskenningarnar um Titanic, eina hverja breski sagnfræðingurinn Gareth Russel kallaði „svo átakanlega fáránlega að maður getur aðeins harmað þær þúsundir tjáa sem töpuðu lífi sínu til að skaffa pappírinn sem hún er skrifuð á,“ er hægt að hlusta á nýjasta Álpappírinn hér fyrir neðan.

Málsmetandi aðilli þáttarins er Bjarni Jónsson tónlistar spekúlant, nikotínpúðafrumkvöðull og athafnamaður sem hefur m.a komið að skipulagi tónlistarhátíða á borð við Secret solstice.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone